mánudagur, 23. júní 2008

Góð nöfn og slæm
Tökum dæmi: Tölvulistinn. Nokkuð gott. Klárlega tölvuverslun, fólk veit að hverju það gengur. Bifreiðaverkstæði Bjarnhéðins talar líka fyrir sig sjálft. En Takkar? Hvaða eeediot ákvað það? Tölvuverslun sem sérhæfir sig í lyklaborðum og hinum ýmsu ytri tökkum tölvubúnaðar?

Moody tónlist:
"Vantar þig Ð? Við eigum Ð. Kíktu í Takka"
Moody tónlist deyr út.
Moody tónlist:
"Vantar þig tvöfalda sérhljóða? Við reddum málunum. Takkar."
Moody tónlist deyr út.
Moody tónlist:
"Stal einhver skottakkanum af sprengipallinum þínum. Kíktu við. Takkar."
Moody tónlist deyr út.
Moody tónlist:
"Þarftu að hakka hnakka með pakka? Takkar fyrir hressa krakka."
Moody tónlist deyr út.


Jæja, þeim tókst í það minnsta að láta taka eftir sér, þó á þennan hátt hafi verið.
Líka, hvíl í friði George Carlin.
tack tack

--Drekafluga--

Engin ummæli: