miðvikudagur, 2. apríl 2008

Ok, gjeggjað!

Þetta er allt að koma. Þegar við Gunnþóra flytjum svo aftur til Reykjavíkur verður gengið kannski hagstætt til kaupa á hinu eða þessu sem mætti nýta þessa þjónustu til. Dældað (groovy). Ég hef horft löngunaraugum á rafmagnsbíla í þó nokkurn tíma og byrjaði það allt með fyrsta Zytek tilraunabílnum sem var á sínum tíma byggður á uppáhalds bílnum mínum, Lotus Elise. Tesla Roadster er líka byggður á Elise grindinni en er bara ekki eins fallegur. Svo er ég enn að bíða eftir að almennilegir rafmagnsbílar verði á almennilegu verði. Þetta kemur vonandi allt. Ég er allavega alveg tilbúinn að skipta úr bensíninu.

tack tack

--Drekafluga sem lengi hefur dreymt um rafmagnsferðaskjóta--

Engin ummæli: