Bókband
Ég er að gera lokaverkefni fyrsta árs í hönnuninni. Sem hluta af því þarf mér þarf að detta í hug sniðugur bæklingur, ekki tvíbrotið A4 blað því það er leiðinlegt. Ég á í vandræðum með að þrengja mig að einhverri hönnun, er með of margar og óljósar hugmyndir og það fer í taugarnar á mér. Ég held það hjálpi að skrifa um þetta, jafnvel þó ég skrifi ekki beint um bæklinginn. Og það virkar. Núna, með smá naflaskoðun er ég búinn að segja mér að hugmyndirnar séu of margar og óljósar en ég held að ég hafi ekki verið með það beint á hreinu áður.
Af hverju er ég þá ekki duglegri að skrifa á síðuna, heyri ég ykkur spyrja. Jú, því ég vil ekki vera leiðinlegur. Mig grunar að hugsanir mínar séu, þó að ég hafi gaman af þeim, oft leiðinlegar. Ég mundi halda dagbók en ætli það sé ekki einhver hégómi sem hindrar mig. Ég nenni ekki að skrifa bara fyrir sjálfan mig.
tack tack
--Drekafluga skríður í rétta átt--
Ég er að gera lokaverkefni fyrsta árs í hönnuninni. Sem hluta af því þarf mér þarf að detta í hug sniðugur bæklingur, ekki tvíbrotið A4 blað því það er leiðinlegt. Ég á í vandræðum með að þrengja mig að einhverri hönnun, er með of margar og óljósar hugmyndir og það fer í taugarnar á mér. Ég held það hjálpi að skrifa um þetta, jafnvel þó ég skrifi ekki beint um bæklinginn. Og það virkar. Núna, með smá naflaskoðun er ég búinn að segja mér að hugmyndirnar séu of margar og óljósar en ég held að ég hafi ekki verið með það beint á hreinu áður.
Af hverju er ég þá ekki duglegri að skrifa á síðuna, heyri ég ykkur spyrja. Jú, því ég vil ekki vera leiðinlegur. Mig grunar að hugsanir mínar séu, þó að ég hafi gaman af þeim, oft leiðinlegar. Ég mundi halda dagbók en ætli það sé ekki einhver hégómi sem hindrar mig. Ég nenni ekki að skrifa bara fyrir sjálfan mig.
tack tack
--Drekafluga skríður í rétta átt--
Engin ummæli:
Skrifa ummæli