Gleðilegt sumar
Áfram bílstjórar, löggan beitti óþarfa valdi, steinkastarinn er hálfviti, sá sem kýldi lögreglumanninn líka o.s.frv. Ég hef hinsvegar um annað að hugsa. Framundan er eitt listasögupróf, samantekt í skólanum og uppsetning á vorsýningu. Ég er búinn að skila lokaverkefninu og þó ég eigi ekki von á að fá mjög hátt fyrir það þá er ég frekar sáttur. Ég er tilbúinn til að standa undir þeirri einkunn sem ég fæ (svo fremi að hún fari ekki undir 7 því þá skil ég þetta ekki). ...það lítur semsagt út fyrir að ég sé tilbúinn til að fá 7. Hér fyrir neðan má sjá lokaverkefnismyndir. Hægt er að smella á hverja og eina mynd til að sjá hana stærri. Þess má einnig geta að neðstu tvær myndirnar eru ekki af verkefninu heldur að lukkuálfi hönnunardeildarinnar og mömmu hennar. Ég vil þakka Stefáni Má sérstaklega fyrir myndavélarlán. Ég hefði ekki náð svona góðum myndum án þess að vera með hans vél.
Einhverra hluta vegna þá hleðst síðan misjafnlega upp og botninn dettur svo að segja út. Þ.e.a.s. síðan nær ekki utan um allt sem á henni stendur. Þar sem þetta er með eindæmum löng færsla og því hætta á að þetta gerist vil ég benda lesendun á að refresh (F5) lagar þetta nánast undantekningarlaust.
Verkefnið fólst í því að nemendur áttu að kynna tónleika að eigin vali fyrir almenningi. Í því skyni átti að gera veggspjald, bækling og boðskort eða gjöf handa velunnurum. Ég valdi mér flottustu sinfóníutónleika sem ég gat hugsað mér og afraksturinn er eftirfarandi.
Ok, hér er ég að leggja frumdrög að lokahönd á bæklingnum.
Einbeitingarsvipurinn farinn og ég gat klórað mér í kinninni.
Og Gunnþóra heimtaði bros, annars yrðu engar myndir teknar.
Súkkulaðið sem minnir mig alltaf á Einar Kára. Gaf mér orku.
Boðskortið fullgert. Það þurfti ekki að komast í gegnum bréfalúgu. Ég spurði.
Boðskortið opið. Í miðjunni var miniDVD diskur með lögum hljómsveitanna.
Bæklingurinn lokaður. Leðrið hafði togast til og því sést í teppalímbandið.
Svona leit þetta út á stallinum hjá mér. Voða látlaust fannst mér.
Bæklingurinn hálfopinn. Toppurinn var tekinn af og hver hlið lögð niður.
Bæklingurinn sést hér opinn til fulls. Hver hlið opnaðist um sjálfa sig.
Hér var innri dagskráin. Mér fannst fólk vera frekar hrifið af henni.
Þarna stend ég og reyni að gera grein fyrir því hvern fjandann ég var að spá.
Svona leit plakatið út.
Þetta er svo Guðrún af 2. ári með dóttur sína.
Og hér eru þær aftur. Ég varð að setja þessar myndir inn líka.
tack tack
--Drekafluga, skæðasti gormur norðan alpafjalla. Le ha, le ha, le ha!--