föstudagur, 27. júlí 2007

Wolfie

Jæja ég vona að allir séu búnir að skoða Flight of the Conchords. Mér finnst þeir vera snilld. En hvað um það. Ég teiknaði úlf í fyrradag. Það er áræðanlega áratugur síðan ég hef teiknað úlf.



Mér finnst að ég ætti að gera meira af því að teikna dýr. Maður lærir af því. Þess vegna vildi ég spyrja ykkur, mínir kæru þrír lesendur, hvað ég ætti að teikna. Einhverjar tillögur? Þegar ég verð nógu lærður mun ég vonandi geta látið þau dilla sér eins og Bernard Derriman lætur þau gera. Flash hreyfimyndir hans eru æðislegar.

tack tack

--Drekafluga teiknari--

Engin ummæli: