Af hverju langar mann alltaf að athuga hjá sér einkabankann þegar auðkennislykillinn er víðs fjarri? Mér finnst þetta vera rannsóknarefni. Annars rakst ég á þennan gúmmíbjörn í gær og tel vera úr svipaðri átt og Crazy Frog og þarna bleika dýrið sem líktist flóðhesti en var það samt ekki. En gúmmíbjörninn höfðaði einhvern veginn til mín, kannski af því að það er sungið á þýsku, kannski af því ég heiti Gummi, ég veit það ekki. En á mínútu var ég kominn með íslenskan texta við fyrsta part lagsins. Ég veit ekki hvernig hann varð á þessa leið og veit að hann er agalegur leirburður en mér finnst þetta skemmtilegt. Hlustið á byrjunina af laginu og lesið textann. Mér finnst hann fyndinn.
Ég heiti gúmmíbjörn,
finnst gott að borða börn.
Ég mun sjóða þau í pott'
og kurla þau með kvörn.
Í kofa reyki þau
á pönnu steiki þau.
Loks ég bý til úr þeim súpu'
og upp svo sleiki þau.
tack tack
--keramikDrekafluga--
Engin ummæli:
Skrifa ummæli