Það rímar við jukk
Ég hef nú verið netklukkaður af tveimur manneskjum og ætla því að hafa nokkur orð um nákvæmlega ekki neitt. Við lestur á nýjustu færslu Haraldar komst ég að því að við erum um margt líkir og verður allavega einn eftirfarandi liður nokkurn veginn sá sami og hjá honum. Staðreyndir:
1. Ég hef tvisvar farið í augnháralitun og damn hvað ég var sexy. Ég fór bara í klippingu á sama tíma í bæði skiptin þannig að fólk tók bara óbeint eftir þessu. Í staðinn fyrir "Ó þú armi öfuguggi!" fékk ég "Ó þú lítur vel út í dag." Kærastan mín plokkar svo stöku sinnum á mér augabrúnirnar.
2. Ég er sóðalegur snyrtipinni. Ég þoli ekki óreiðu nema kannski ef hún er mín. Halla hefur áræðanlega eytt samanlagt sólarhring af ævi sinni í að gera grín að því hvernig ég raðaði öllu upp á skólaborðið mitt. Samt er ég afskaplega óskipulagður.
3. Besti vinur minn þegar ég var lítill var hundur. Hann hét Tryggur og fylgdi mér í leikskólann (sem vildi til að var fyrir neðan brekkuna hjá mér). Hann lét mér alltaf líða betur ef mér leið illa og mér fannst við skilja hver annan. Ég sakna hans stundum enn í dag.
4. Svo ég segi þetta orðrétt eins og Haraldur: Ég tárast oft yfir bíómyndum. Tilvitnun lýkur. Mér liggur við að segja að ég sé grátgjarn yfir bíómyndum. Og þó. Stundum þarf ég samt að einbeita mér að því að gráta ekki. Ég gæti komið með langan lista með 'Ég grét yfir' myndum en tel enga þörf á því.
5. Ég hef keyrt á mann. Já. Það er satt. Ég held ég hafi verið 17 ára og var að ná í vini mína á ball á Hellu. Það var haldið í stóru tjaldi, umkringdu tjaldbúðum fyrir utan bæinn svo ég beygði inn malarveginn og í áttina að tjöldunum. Þetta var hálfgerður útihátíðarfílingur. Fólk var á rölti með flöskur í hönd og það var almennt bara nokkur gleði á svæðinu. Svo kom á móti mér bíll. Ökumaður þessa bíls gat ekki fyrir sitt litla líf hugsað sér að lækka ljósin, sama hvað ég reyndi að gefa til kynna; fyrst að ég sæi ekki neitt, svo að ég sæi ennþá ekki neitt og loks að hann væri vangefið lítið erkigerpi. Rétt áður en við mættumst gekk svo yfir veginn ölvaður ungur piltur og þar sem blindir ættu ekki að stjórna ökutækjum negldi ég niður of seint, hann rúllaði þokkalítið yfir húddið, beygði spegilinn og lenti með dynk við hliðina á bílstjórahurðinni. Ég var ekki á meiri hraða en svona 15 en þetta var samt óþægilegt fyrir okkur báða. Einmitt þá stoppaði bíllinn sem kom á móti við hliðina á mér og ökumannsrúðan var skrúfuð niður. Bíllinn var af gerðinni Ford Econoline, hvítur að öðru leyti en lögreglumerkingum. Í náfölt andlitið á mér horfðu tvö yfirlætisfull augu og rödd sem ég get bara talið hafa komið frá sama andliti og horfði á mig, þó ég sæi varirnar ekki hreyfast, sagði: "Er ekki allt í lagi hér?" Náunginn sem hafði kynnst stuðaranum mínum svo náið spratt upp eins og stálfjöður og svaraði. "Jú maður. Við erum félagar. Viltu sjúss?" Vinur fórnarlambsins kom svo aðvífandi, álíka ölvaður og bauð líka. Lögregluþjónninn virtist taka smá stund í að gera upp við sig hvort hann ætti að eyða tíma í þetta, eða þiggja sjúss, en tautaði eitthvað, skrúfaði svo upp rúðuna og hélt áfram. "Jæja félagi, þú skuldar okkur nú. Bjargað frá löggunni." Þeir gáfu hvor öðrum five og fannst nokkuð flott að annar þeirra skuli hafa lent í ákeyrslu. Karlalegt. "Umm, já. Má bjóða ykkur far einhvert? Voruð þið á leiðinni upp að tjaldi?" Það var stutt þögn áður en þeir sögðu með gleði að ég færi líka fullur og stukku upp í bílinn. Ég rétti spegilinn, skutlaði þeim upp að tjaldi og allt fór vel að lokum.
Þannig var nú það. Rétt eins og Doktorinn þá klukka ég engan.
tack tack
--Aðeins afhjúpaðri Drekafluga--
þriðjudagur, 20. september 2005
Snemmvetursógleði
tack tack
--Drekafluga í Reykjavík--
Mér líður ekki vel í vinnunni. Ég sit inni á skrifstofu núna, í stuttri kaffipásu, og er að velta því fyrir mér hvort ég sé aumingi. Ég er verslunarstjóri. Ég hef verið verslunarstjóri í rúman dag og fannst það allt í lagi til að byrja með. Alveg svona fyrstu sex tímana. En ég hef loksins bara hreinlega játað það fyrir sjálfum mér að ég hefði miklu frekar viljað vinna á lagernum hjá Nýherja. Mér leist svakalega vel á mig þar. Hluti af mér væri meira en til í að vera bara í heimspeki í Háskólanum. Ég held þetta sé ekki bara stress yfir fyrstu dögunum í nýju starfi. Það er hérna líka og ég væri líka með þá tilfinningu á lagernum hjá Nýherja. Þetta eru hrein ónot ég mér líkar þau ekki.
tack tack
--Drekafluga í Reykjavík--
miðvikudagur, 14. september 2005
Farin allt, allt of fljótt
Ég var búinn að ákveða að í dag átti að vera einhver efnisleg gleðifærsla en sorgarfréttir í gærkvöldi breyttu því. Anna Margrét Guðmundsdóttir , bekkjarsystir mín úr Kvennaskólanum, er dáin. Mér fannst allt í einu eins og ég hefði aldrei kynnst henni nógu vel. Það er líklega alveg rétt. Mér fannst samt alltaf gaman í kring um hana. Hún var öðruvísi og ég dregst að svoleiðis fólki. Ég teiknaði mynd af henni í morgun en hún sýnir Önnu ekki á réttan hátt. Ég vona bara að hún sé slök og grúví á betri stað.
Ég var búinn að ákveða að í dag átti að vera einhver efnisleg gleðifærsla en sorgarfréttir í gærkvöldi breyttu því. Anna Margrét Guðmundsdóttir , bekkjarsystir mín úr Kvennaskólanum, er dáin. Mér fannst allt í einu eins og ég hefði aldrei kynnst henni nógu vel. Það er líklega alveg rétt. Mér fannst samt alltaf gaman í kring um hana. Hún var öðruvísi og ég dregst að svoleiðis fólki. Ég teiknaði mynd af henni í morgun en hún sýnir Önnu ekki á réttan hátt. Ég vona bara að hún sé slök og grúví á betri stað.
tack tack
--Drekafluga með sting í maganum--
laugardagur, 10. september 2005
Ég er veikur
tack tack
--Drekafluga, með skjálfta í hnjánum--
Fyrir aðeins 1486 dollara (ca. 93.000kr) Get ég fengið Glamdring, Sword of the Witchking, Narsil, Herugrim, Knife of Strider, Daggers of Legolas, Legolas's knife scabbards, Hadhafang og Uruk-Hai scimitar. Ég er alveg fárveikur fyrir þessu og eina lausnin er held ég að eignast þetta allt. Slefislef...
tack tack
--Drekafluga, með skjálfta í hnjánum--
þriðjudagur, 6. september 2005
Bústjórn, dagur eitt
tack tack
--Drekafluga bústjóri--
Að vakna, fara út í fjós, sjá veiku kvíguna liggjandi steindauða á gólfinu, sjá kúna sem átti síðar um daginn að verða sótt í slátrun hangandi hálfa yfir járngrind, fara að færa rafmagnsgirðinguna hjá kúnum í nístingskulda, setja sláturkúna upp í bílinn, hringja, með milda símahræðslu, í nágrannann til að hjálpa með dauðu kvíguna, reka kálfinn aftur inn á brekku en missa aðra folaldsmerina út, ná henni, binda peysuna um hálsinn á henni, teyma hana þannig í gegn um hliðið, verða að sleppa þegar merin rýkur, ennþá með peysuna um hálsinn, hlaupa svo á eftir henni um alla brekkuna með blóðbragð í munninum, króa hestinn af en þurfa þá að víkja sér undan kálfinum sem kom hlaupandi og bölvandi, missa af hestinum og þurfa að hlaupa meira, ná svo honum og losa peysuna fara inn, fara í sturtu og andvarpa þungt... ...tekur á. Ég vona bara að mamma og pabbi hafi það gott á meðan úti í Portúgal.
tack tack
--Drekafluga bústjóri--
fimmtudagur, 1. september 2005
Örstutt...
tack tack
--Svolítið pólitísk Drekafluga--
Mig hefur langað í nokkra daga að skrifa um pólitík en ég held ég hafi ekki orku í það. Ég er bara orðinn svo öfga þreyttur á öllu kjaftæðinu sem fylgir því. Síðustu daga hef ég haft minnst álit á Sjálfstæðisflokknum, sem er reyndar ekkert nýtt, en ég hef líka ört minnkandi álit á Samfylkingunni. Sjálfstæðismenn eru nú að þakka sér allt það góða sem hefur gerst í Reykjavík, þar sem þeir hafi verið byrjaðir á þeim verkefnum og kenna R-listanum um allt illt. Svo eru þeir með svo fáránlegar hugmyndir varðandi t.d. skólamál að ég ætla ekki að minnast á það því allt mundi fyllast af fúkyrðum.
Mér hefur lengi fundist að Samfylkingin sé flokkur sem veit ekki hvað hann vill, nema þá kannski helst kjósendur. Hún er að reyna að ná til svo víðtæks hóps að oft á ég erfitt með að greina stefnufestu hjá þeim í hinum ýmsu málefnum. Svo á ég erfitt við að sætta mig við nokkurn flokk sem gaf Kárahnjúkavirkjun grænt ljós. En hvað hún er að borga sig, ha? Þau eru orðin ansi dýr, þessi nokkru störf fyrir austan þegar fyrirtæki eftir fyrirtæki fer á hausinn sem hliðarverkun af framkvæmdunum. Þess utan er engin framsýni, ekki nokkur, í því að virkja þarna. Við erum líklega eina þjóðin í heiminum sem er ennþá nógu vitlaus til að virkja jökulár svo að ég tali ekki um að nánast gefa rafmagnið sem fæst úr virkjuninni. En ég er að missa mig upp í spól.
Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunnar um borgarstjórnarkosningarnar í vor fengi Sjálfstæðisflokkur tæp 50% atkvæða og 8 borgarfulltrúa. Samfylkingin fengi tæp 30% og 5 menn og Vinstri Grænir fengju tvo. Hvorki Frjálslyndir né Framsókn næðu inn manni. Til hamingju Vinstri Grænir og Samfylking. Með frekju ykkar (og agalega erfiðum málum þegar stutt er í kosningar) eruð þið að glutra borginni úr höndum ykkar. Vel gert. Nú getið þið allavega með stolti sagt "Sko, Framsókn fær engan mann!" og þá hlýtur ykkur að líða vel.
Mér hefur lengi fundist að Samfylkingin sé flokkur sem veit ekki hvað hann vill, nema þá kannski helst kjósendur. Hún er að reyna að ná til svo víðtæks hóps að oft á ég erfitt með að greina stefnufestu hjá þeim í hinum ýmsu málefnum. Svo á ég erfitt við að sætta mig við nokkurn flokk sem gaf Kárahnjúkavirkjun grænt ljós. En hvað hún er að borga sig, ha? Þau eru orðin ansi dýr, þessi nokkru störf fyrir austan þegar fyrirtæki eftir fyrirtæki fer á hausinn sem hliðarverkun af framkvæmdunum. Þess utan er engin framsýni, ekki nokkur, í því að virkja þarna. Við erum líklega eina þjóðin í heiminum sem er ennþá nógu vitlaus til að virkja jökulár svo að ég tali ekki um að nánast gefa rafmagnið sem fæst úr virkjuninni. En ég er að missa mig upp í spól.
Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunnar um borgarstjórnarkosningarnar í vor fengi Sjálfstæðisflokkur tæp 50% atkvæða og 8 borgarfulltrúa. Samfylkingin fengi tæp 30% og 5 menn og Vinstri Grænir fengju tvo. Hvorki Frjálslyndir né Framsókn næðu inn manni. Til hamingju Vinstri Grænir og Samfylking. Með frekju ykkar (og agalega erfiðum málum þegar stutt er í kosningar) eruð þið að glutra borginni úr höndum ykkar. Vel gert. Nú getið þið allavega með stolti sagt "Sko, Framsókn fær engan mann!" og þá hlýtur ykkur að líða vel.
tack tack
--Svolítið pólitísk Drekafluga--
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)