Síðasta sumar var ég valinn sunnlendingur vikunnar og var spurður nokkura spurninga, þeirra á meðal hver ég vildi helst vera í einn dag. Svar mitt var að ég mundi vera Árni Mathiesen og segja af mér. Ég gæti talað lengi um fáránlega ranga ákvörðun hans um ráðningu Þorsteins Davíðssonar og hversu furðulegur málflutningur hans er en til þess eru miklu hæfari menn en ég, líkt og miklu hæfari menn en Þorsteinn sóttust eftir þessu starfi. Mér þykir bara svo furðulegt ef Árni fær að komast upp með þetta. Ég veit ekki hversu mikið það hefur upp á sig en kíkið hingað. Ég er búinn að skrá mig.
tack tack
--langþreytt Drekafluga--
Engin ummæli:
Skrifa ummæli