miðvikudagur, 30. janúar 2008

Naga Nootch!

(Nanna mín, það er víst tengill á síðuna þína. Þetta er sá tengill sem allir spyrja út í sem eru að sjá síðuna mína í fyrsta skipti)

Ef allt fer eftir áætlun ættu neðangreindir hlutir að vera komnir til mín fyrir helgi.

Örgjörvi: AMD Athlon 64 X2 Dual Core 5200+ Retail
Örgjörvakæling: Artic Cooling Freezer 64 Pro
Móðurborð: GigabyteGA-MA770-DS3
Skjákort: Sparkle GeForce 8800GTS 512MB GDDR3
Vinnsluminni: Corsair XMS 2x1024MB (=2GB) DDR2, 800MHz
Harður diskur: WD Caviar SE16 500GB 7200 16MBbuf.

Af því hún Gunnþóra mín er snillingur og algjör vinnuþjarkur þá fer þetta ekki allt of illa með fjárhaginn. Ég var svo duglegur fyrir jól og hún bæði fyrir og eftir jól. Við náðum að skrapa meiru saman en ég hafði átt von á. Ef ég hefði haft örlítið meiri pening til að eyða hefði ég keypt þetta minni því það er svakalegt (og á dúndurverði) en eins og er þá næ ég að halda þessu undir 70.000kr. Það er hún æðislega Isis sem ætlar að ganga í þetta verk fyrir mig. Sambærilegir íhlutir kosta hér á Akureyri tæpar 90.000 krónur og sumt, t.d. skjákortið kostar 30% meira annars staðar en hjá Tölvuvirkni. Frábær búð. Ég er að fá samsetningarfiðring.

tack tack

--Drekafluga að fara að púsla tölvu--

mánudagur, 28. janúar 2008

Adobe is king

Dreamweaver, Flash, Photoshop, Illustrator, InDesign. Þessi forrit eru eins og er uppsett í tölvunni minni en til að keyra After Effects, eitt skemmtilegasta forritið sem ég er að læra á eins og er, þá þarf ég að uppfæra tölvuna. Þess utan þá vildi ég líka geta keyrt t.d. Photoshop, Illustrator og Flash öll á sama tíma svo vel fari. Það gengur eins og er en mætti vera þýðara. Á einhver 60.000 kall sem er að safna ryki?

Hér má sjá fólk sem hefur verið að leika sér með After Effects:


Og hér má sjá "alvöru" myndband unnið í After Effects.


tack tack

--Drekafluga tæknisuga--

miðvikudagur, 23. janúar 2008

Æ...

Ég er eiginlega ekki búinn að átta mig á þessu. Maðurinn sem átján ára gamall
lék Conor í Roar þáttunum er dáinn. Ég sá hann fyrst fyrir tíu árum og hef
haft á honum nánast barnslega dýrkun síðan.

Hvíl í friði Heath Ledger





tack tack

--Drekafluga í svolitlu sjokki--

mánudagur, 21. janúar 2008

1500 lítrar af súkkulaðimjólk

Ég er að læra og við hlið tölvuskjásins situr rúmlega hálfs lítra krús, full af kakómalti. Þegar ég var lítill langaði mig stundum að fara út í fjós með nokkrar dósir og blanda þeim út í mjólkina í tankinum. Ég er feginn að ég lét ekki verða af því. Þá áttum við líka fullt af Lucerne (sem mér skilst að sé nú í eigu Safeway) sem var margfalt betra en Nesquik.

tack tack

--Drekafluga, chocolatier--

föstudagur, 18. janúar 2008

Á Akureyri

Stundum þá finn ég alveg svakalega hvað ég er mikið á Akureyri. Ég fór í skólann í síðustu viku sem er svosem ekki í frásögur færandi nema ég fór fram úr konu á gönguskíðum. Hún var á að giska milli fimmtugs og sextugs og leit úr fyrir að vera á leið í vinnuna. Á gönguskíðum. Þetta er ekki algeng sjón í Reykjavík. Annað með Akureyri, ef fólk fer í Brynju að fá sér ís, látið eldri konurnar afgreiða ykkur. Ég hef þrisvar keypt það sama handa Gunnþóru, ís í dollu og heita sósu í sér íláti, og aldrei borgað sama verð. Fyrst 400kr, svo 410kr og núna síðast 340kr.

Svipað og Selfyssingar gefa aldrei stefnuljós þá eru Akureyringar gjarnir á að skilja bíla eftir í lausagangi. Þeir renna upp að einhverri Samkaupsbúð, stökkva út og koma til baka að bílnum ennþá í gangi, kannski með tvo fulla innkaupapoka í fanginu. Augabrúnir margra stúlkna á þessu svæði eru líka um margt merkilegar en ég veit ekki hverjir lesa þetta hjá mér svo ég hef ekki mörg orð um það. Hugsið merkitúss. Kannski tek ég eftir einhverju í viðbót. Mér finnst þetta stórmerkilegt.

Mamma, þetta er handa þér. Auðvitað man ég eftir Nilla Hólmgeirssyni. Ég man líka að ég var að lesa bókina um hann fyrstu nóttina sem ég svaf í herberginu mínu eftir breytingarnar á stigapallinum. Ég dró dýnu inn á gólf og lét fara afar vel um mig.



tack tack

--Drekafluga--

fimmtudagur, 17. janúar 2008

Já! Þvílík snilld!

Þessar færslur eru að verða stöðugir hlekkir á Youtube en á
meðan efnið er svona þá er mér sama. Hver man eftir þessum?!





tack tack

--yfir sig nostalgísk Drekafluga--

miðvikudagur, 16. janúar 2008

Ég er svo undrandi

Síðasta sumar var ég valinn sunnlendingur vikunnar og var spurður nokkura spurninga, þeirra á meðal hver ég vildi helst vera í einn dag. Svar mitt var að ég mundi vera Árni Mathiesen og segja af mér. Ég gæti talað lengi um fáránlega ranga ákvörðun hans um ráðningu Þorsteins Davíðssonar og hversu furðulegur málflutningur hans er en til þess eru miklu hæfari menn en ég, líkt og miklu hæfari menn en Þorsteinn sóttust eftir þessu starfi. Mér þykir bara svo furðulegt ef Árni fær að komast upp með þetta. Ég veit ekki hversu mikið það hefur upp á sig en kíkið hingað. Ég er búinn að skrá mig.

tack tack

--langþreytt Drekafluga--

sunnudagur, 13. janúar 2008

Nostalgía. Njótið bara

Gummi Bears. Klárlega best nefndu þættirnir. =)


Dogtanian. Frekar slappt lag en æðislegir þættir.


Heidi. Mér þótti hreinlega vænt um þessa þætti. Frábærir.


Nick Knatterton. Einhverjir bestu teiknimyndaþættir fyrr og síðar, sama hvað hver
segir. Ég vildi að sjónvarpið sýndi þá aftur. Guðni Kolbeinsson las eftirminnilega inn
á þetta. Ég man allavega eftir því.


tack tack

--Drekafluga broskall--

föstudagur, 11. janúar 2008

Fnu..?

Það var sú tíð að mér fannst ég skemmtilegur vefritari. Færslurnar mínar höfðu tilgang og ég hafði ekki mikið fyrir að skrifa þær. Nú er ástandið annað en hugarfarið þó enn það sama. Ég vil nefnilega ekki skrifa um ekkert. Finnst það ömurlegt. Ég held ég hafi samt fundið lausn á hluta af þessu. Vonandi fjölgar færslum úr þessu.

En hér má sjá ástæðu þess að ég mun líklega seint læra á hljóðfæri. Menn með svona færni láta restina líta út eins og viðvaninga.



tack tack

--Drekafluga, alveg orðlítill--