föstudagur, 22. júní 2007

What to do, what to do...

Mig langar í Cintiq 21UX. Eftir fyrirspurn til tollsins fékk ég þau svör að ofan á þessa vöru + flutning + tryggingu + 0,15% gjald af eftirlitsskyldum rafföngum legðist 24,5% virðisaukaskattur. Frá Bandaríkjunum kostar teikniborðið eitt og sér 155.000kr. Segjum sem svo að flutningur sé 15.000 kall, það verður að fara varlega með þetta og kassinn er 11kg. Trygging kannski 5.000 = 175.000 kall. Vsk ofan á það gerir þá 218.750kr. Þetta er gróflega reiknað dæmi en ég geri ekki ráð fyrir að þetta verði ódýrara. Ef ég kaupi borðið frá Evrópu er þetta enn dýrara. Ætli ég stofni ekki samskotsreikning sem velviljaðir einstaklingar og fyrirtæki geta lagt inn á. Hehe.
Munurinn á þessu teikniborði og öðrum er sá að þetta er 1600x1200 LCD skjár líka og maður notar pennann á sama flöt og horft er á. Betra gerist það ekki. Til að sýna ykkur hversu slefandi flott og ómótstæðileg græja þetta er þá eru hlekkir á tvö myndbönd hér fyrir neðan.

tack tack

--Drekafluga í fjárkröggum--

Engin ummæli: