miðvikudagur, 4. nóvember 2009

Hér standa yfir tilraunir

Það virðist vandkvæðum bundið að tengja haloscan við nýja útlitið.

tack tack

--Drekafluga, hmm...--

fimmtudagur, 10. september 2009

Réttir!

Til að byggja upp stemmningu fyrir morgundaginn þá eru hér nokkrar myndir frá því í fyrra.




tack tack

--Drekafluga, þetta árið með Gunnþóru í farteskinu--

miðvikudagur, 9. september 2009

It lives!

Já, þetta er bloggfærsla. Ég vildi bara koma því á framfæri að þetta heillar mig meira en nokkur leikur hefur gert í lengri tíma. Burning Crusade og Wrath of the Lich King voru svosem álitleg á sínum tíma en þetta... að spila sem Goblin, hvað þá Worgen, plús allar heimsbreytingarnar. Heimur Hergerðar hefur aldrei litið svona girnilega út.


tack tack

--Drekafluga, WoW--

miðvikudagur, 10. júní 2009

French Mechanicking
(á ensku því þetta var fyrst fært inn á Deviant Art)

If my car were a person it would have a driver's license by now. That's both good and bad. It means it doesn't have any electrical gimmicks so if something goes wrong odds are that I can fix it myself. But on the other hand it's ageing and that means added maintainance. And lastly, it's french.

The french have an approach to mechanics which always reminds me of Richard McDuff's sofa. In Dirk Gently's Holistic Detective Agency (by Douglas Adams, as you should well know), a sofa is irreversibly stuck on the staircase to Richard's apartment. It can't be edged out. Being a geek and a programmer he makes a computer simulation of the whole situation and makes the following discovery: Not only is the sofa impossible to remove, but there is no way for it to have got into that position in the first place.

In France, these conundrums are embraced by the car industry and every car is put together like a mix of origami and complex 3D puzzles. For example, it can't be considered normal to basically rip the car apart just to be able to get the oil pan out. My Clio is half-way through it's curing process now and my fingers are recharging their healing powers. Chin up.

tack tack

--Drekafluga--

miðvikudagur, 6. maí 2009

Iron Man is still the best
(á ensku því þetta var fyrst fært inn á Deviant Art)

If you've yet to see Wolverine, make sure to stay through the credits. There are two hidden scenes. Now, there will be some spoilers here so if you don't want to know, don't read on.

Only one thing about Iron Man was downright laughable. When Stark came back from captivity he said he wanted an American cheeseburger and was promptly given one from a Buger King of all places. So no biggie there and compared to Wolverine it's negligible.

First, too many characters. I mean, I like comic book characters. I like seeing them on screen. What I don't like is having way too many and sometimes very vague characters plastered all over it for no apparent reason. Storybending was within limits for the most parts but I was disappointed by what they did to Wade Wilson. Deadpool (Wade) is one of my favourite characters and Ryan Reynolds was spot-on but Deadpool came off like a rushed idea in the end scene.

Wolverine has amazing hearing and can smell a person a mile away. Why didn't he notice his wife was still alive, even in his hysterical state?

The one thing that irked me the most though, were the adamantium bullets. Yes, for storytelling purposes in both previous and future films, Wolverine would have to lose his memory. But to have permanent bullet sized holes in his adamantium skull is a major flaw.

It made me wonder, remember that scene in X2 where the police surrounded Bobby's house. Wolverine got shot in the head and went out cold for a minute. Then the bullet got pushed out of the wound and he was awake. There is not enough enough tissue on a person's forehead for a bullet to get stuck there and it was a flaw of that film that it did. But it happened so therefore the bullet must have hit the hole left by the adamantium bullets and entered Logan's brain. Yet it had no effect. Weird, huh?

tack tack

--Drekafluga moviegoer--

föstudagur, 3. apríl 2009

Í dag er 3. apríl

Til hamingju ég. =)

tack tack

--Drekafluga afmælisbarn--

mánudagur, 30. mars 2009

Nerd Bird 30.03.09

Ég hef ákveðið, af því ég er í þannig skapi, að vera hér öðru hvoru með hjálpsamlegar tölvuupplýsingar. Þetta er fyrsta slíka færslan en tíðni og eftirfylgni þeirra sem á eftir fylgja verður bara að koma í ljós. Þessi fyrsta færsla verður tileinkuð hjálpartækjum internetsins.

Þegar þú finnur YouTube video sem þér líkar og vildir eiga á tölvunni, bættu þá pwn á milli "www." og "youtube..." í vefslóðinni. Þá færðu upp síðu þar sem þú getur náð í myndbandið í Flash (.flv) eða MP4 formi. MP4 er bara í boði ef myndbandið er til í HD.
Á Pwnyoutube síðunni er svo hægt að ná í FLV spilara en ég mæli líka með Free VLV to AVI Converter til að breyta myndbandinu í auðspilanlegra avi form.

Talandi um YouTube, þá er Better YouTube Firefox viðbótin vel þess virði að kíkja á. Þetta er ágætt í bili. Ég er svangur og ætla að fara að grilla en mun tala betur um Firefox viðbætur næst. Þess má geta að ég er kominn með nafn á olíufélagið: OZ.


tack tack

--Drekafluga Wingeek--

P.S. Yfir 60.000 heimsóknir. Vúhú!

mánudagur, 23. mars 2009

Olíufélagið... Snjólfur?

"Fundist hefur auðug olíuauðlind á Drekasvæðinu og vinnsla hafin með öllu tilheyrandi. Í ljós kemur að áhugi landans og erlendra ferðamanna er slíkur að stjórnvöld verða að bregðast við. Því er ákveðið að koma á fót upplýsingamiðstöð um olíuvinnsluna á Seyðisfirði.

Þú ert hönnuður sem kemur að verkinu og þarft sem slíkur að hanna kynningarefni fyrir upplýsingamiðstöðina."

Ég er byrjaður í lokaverkefninu. Mig vantar nafn á félagið. Eitthvað royal eða tengt drekum þar sem þetta er á Drekasvæðinu. Datt í hug DP - Dragon Petroleum - svona svipað og BP er British Petroleum því það er ágætt að eiga við dp sem logo. Hins vegar hefur dp aðrar merkingar. Klámolíufyrirtæki er ekki ímynd sem ég er að sækjast eftir. Svo, smá hjálp væri vel þegin. Ef ykkur dettur eitthvað, hvað sem er í hug, endilega smellið því í comment. Merkið að neðan er fimm mínútna uppsláttur og tæplega lokaútgáfa heldur frekar hugmynd.



tack tack

--Drekafluga Petrolhead (...Petrolhead? Ekki svo slæmt...)--

föstudagur, 6. mars 2009

Cha, cha, cha, cha, changes

Var ekki löngu kominn tími á litayfirhalningu? Ég held það. Er farinn að sofa. Nenni því samt ekki. Langar að teikna. En ég ætti að sofa. En ég ætti samt að teikna. Það er svo gaman að teikna í stuði. En ég held ég fari að sofa.

tack tack

--Drekafluga svaf nefnilega í þrjá tíma í dag--

fimmtudagur, 26. febrúar 2009

Diseño

Í dag, á Deviant Art, fékk ég beiðni frá manni sem ég þekki ekkert til. Hann sagðist elska stílinn minn og bað mig um greiða, hvort ég gæti teiknað fyrir hann mynd sem hann fengi sér svo sem tattoo. Hann spilar World of Warcraft og féll víst alveg fyrir Druid birninum mínum. Hann langar að fá samskonar útgáfu af Druid ketti. Tattoo er lífstíðarskuldbinding. Ég vil glaður hjálpa og það er eins gott að ég standi mig.

Í öðrum fréttum þá er ég byrjaður í myndasöguáfanga í skólanum. Snilldin ein. Mér finnst stundum svo gaman að vera til.

tack tack

--Drekafluga teiknari--

miðvikudagur, 18. febrúar 2009

The World (á ensku því þetta fór líka á DA)

There is a computer game - the computer game - which will not release it's polygon-impaired grip of me. I've played countless games, from disappointing ones to timeless masterpieces. But in all those years of playing there hasn't been anything so tantalising, so addictive, so gripping in it's own being. It is so attainable. It is right there. I just don't have the £8.00 a month and I don't have the time to play so I can't allow myself to be sucked in. Actually I do have the money but it's still a valid excuse.

World of Warcraft is not the best looking game. Even with the updates it sill looks chunky and rough. I'm playing the best looking games in the world right now. Games like Far Cry 2, Unreal Tournament III, Assassins Creed and Oblivion so stacked with graphic extras that it has doubled in hard drive space. But there is nothing like WoW's character. It is utterly beautiful. Few games equal it in legend or lore. It has endless possibilities, it is ever expanding and ever evolving. I want to have the time and discipline to play it just for an hour or so each time and not be lost. I just know that I would be. WoW Model Viewer will have to do for now. WoW is still installed and updated on my computer and because of that I can play a sort of weird WoW dress-up. That's both a blessing and a curse.

Penny Arcade describes it quite accurately

tack tack

--Drekafluga með annað við tímann að gera--

þriðjudagur, 10. febrúar 2009

Facebook...

...og Deviant Art taka tíma frá vefritun.

tack tack

--upptekin Drekafluga--

föstudagur, 30. janúar 2009

Kreppan er samt ekki byrjuð

Fyrir krísuna kostaði Cintiq 12WX 65.000 krónur. Nú kostar það 114.000 krónur.
Fyrir krísuna kostaði Cintiq 21UX 130.000 krónur. Nú kostar það 229.000 krónur. Við þetta ætti svo eftir að bæta við tollum og sendingarkostnaði. Fyrir krísuna átti ég ekki pening og hefði ekki getað keypt svona teikniborð. Nú á ég pening og gæti skrapað saman fyrir svona löguðu en þó ekki nema á gamla verðinu. Þetta fer agalega í taugarnar á mér.

tack tack

--Drekafluga teiknari--

P.S. Hahaha, ég var að taka eftir því að linkurinn á Álverin hans Sigmundar í síðustu færslu vísuðu á Wolverine trailerinn. Þetta var ekki viljandi myndlíking heldur mistök. Takk fyrir að láta mig vita, fólk.

mánudagur, 19. janúar 2009

Ok,

Sigmundur vill tvö ný álver

Virkjum villt, galið og óhindrað, skellum upp tveimur álverum í viðbót en síðan, SÍÐAN, má náttúran fá að njóta vafans. Kannski. Mér finnst það loðið. Djöfull. Og ég sem trúði því að maðurinn mundi færa sig og flokkinn lengra frá hægri, eins og hann sagðist vilja gera. Þetta ber þess engin merki. Stórframkvæmdagleði er ein ástæða þenslu síðustu ára og er maður enn með blóðbragð í munninum eftir þá útreið. Heimsmarkaðsverð á áli fer hríðlækkandi og þetta fer að líkjast því þegar íslendingar lögðu allt undir á síldina á sínum tíma. Nú finnst mér mega þenja í aðra átt. Efla smærri einingar og huga að fjölbreytni. Líka núna, meira en nokkru sinni áður, á að leggja meir upp úr ferðaþjónustu og túristaiðnaðinum. Ferðir til landsins eru víst þegar farnar að stóraukast en betur má ef duga skal.

tack tack

--Grrr, Drekafluga--
Þú

Og þú veist hver þú ert. Ef þú kíkir ennþá á þessa síðu, hafðu samband. Ekki verða ég. Við þoldum mig hvorugt. Ég vildi síður að við þoldum þig hvorugt.

Í öðrum fréttum, Wolverine Origins Trailer!!!

tack tack

--Drekafluga skilaboðaskjóða--

laugardagur, 17. janúar 2009

Windows 7!

Ég er kominn með löglega Beta útgáfu af nýjasta Windows stýrikerfinu og svoleiðis dauðlangar að setja það upp á tölvunni minni en bara tími því varla. Tölvan, með Win XP Pro, fínstilltu og sérhæfðu til að vera nákvæmlega eins og ég vil hafa það, er nákvæmlega eins og ég vil hafa hana. Svo er spurning hvort þetta sé líka eins og nettengingar;

"Nei nei, ég þarf ekki meiri hraða. Ég hef ekki kvartað hingað til og því ætti ég
aððwwwhhoah! Ómægod, þetta er snilld! Ég get ekki snúið aftur úr þessu!"

Samhæfni og allt slíkt á að vera mjög góð í Win7 en driverar og annað er auðvitað af skornum skammti ennþá. Þetta er líklega í fyrsta skipti sem mig virkilega langar að setja upp nýtt stýrikerfi þegar ég þarf þess ekki beinlínis. What to do, what to do...



tack tack

--Drekafluga tæknifrík--

miðvikudagur, 14. janúar 2009

Bzzzzzzzzzzzzzzz!

Ég fór til tannlæknis árið 2001. Svo liðu tæp átta ár þar til ég fór í næstu heimsóknir. 10.000kr borgaði ég fyrir aðra og 26.000kr kostaði hin, fyrir smávægilegar viðgerðir á þremur tönnum. Það kemur út á 4500 krónum á ári og mér finnst það bara hreint ekki slæmt. Nú er ég líka með vottun frá tannlækni um að vera með snyrtilegan munn.

tack tack

--Drekafluga, að fá fulla tilfinningu í munninn aftur--