Ok,
Sigmundur vill tvö ný álver
Virkjum villt, galið og óhindrað, skellum upp tveimur álverum í viðbót en síðan, SÍÐAN, má náttúran fá að njóta vafans. Kannski. Mér finnst það loðið. Djöfull. Og ég sem trúði því að maðurinn mundi færa sig og flokkinn lengra frá hægri, eins og hann sagðist vilja gera. Þetta ber þess engin merki. Stórframkvæmdagleði er ein ástæða þenslu síðustu ára og er maður enn með blóðbragð í munninum eftir þá útreið. Heimsmarkaðsverð á áli fer hríðlækkandi og þetta fer að líkjast því þegar íslendingar lögðu allt undir á síldina á sínum tíma. Nú finnst mér mega þenja í aðra átt. Efla smærri einingar og huga að fjölbreytni. Líka núna, meira en nokkru sinni áður, á að leggja meir upp úr ferðaþjónustu og túristaiðnaðinum. Ferðir til landsins eru víst þegar farnar að stóraukast en betur má ef duga skal.
tack tack
--Grrr, Drekafluga--
Sigmundur vill tvö ný álver
Virkjum villt, galið og óhindrað, skellum upp tveimur álverum í viðbót en síðan, SÍÐAN, má náttúran fá að njóta vafans. Kannski. Mér finnst það loðið. Djöfull. Og ég sem trúði því að maðurinn mundi færa sig og flokkinn lengra frá hægri, eins og hann sagðist vilja gera. Þetta ber þess engin merki. Stórframkvæmdagleði er ein ástæða þenslu síðustu ára og er maður enn með blóðbragð í munninum eftir þá útreið. Heimsmarkaðsverð á áli fer hríðlækkandi og þetta fer að líkjast því þegar íslendingar lögðu allt undir á síldina á sínum tíma. Nú finnst mér mega þenja í aðra átt. Efla smærri einingar og huga að fjölbreytni. Líka núna, meira en nokkru sinni áður, á að leggja meir upp úr ferðaþjónustu og túristaiðnaðinum. Ferðir til landsins eru víst þegar farnar að stóraukast en betur má ef duga skal.
tack tack
--Grrr, Drekafluga--
Engin ummæli:
Skrifa ummæli