sunnudagur, 9. desember 2007

Bob, Bobb... Bop... Pfbob (með þöglu 'pf')..?

Hér að neðan má sjá Bobb borð. Eða Bop eða Bob eða hvað það nú heitir. Og það er einmitt vandamálið. Mig langar afskaplega að smíða mér svona borð en finn hvergi nokkuð um stærð og hlutföll sökum þess að ég veit ekki að hverju ég á að leita. Því spyr ég: veit einhver hvað þetta heitir, sama á hvaða tungumáli, eða hvernig borðið er að stærð? Ég gat ekki einu sinni fundið mynd af þessu á netinu, hvað þá texta eða leikreglur. Ég varð að gera þessa mynd sjálfur. Mig langar að smíða borðið í svolítilli yfirstærð. Þetta er afskaplega skemmtilegur leikur. Tveir leikmenn spila, hvor á móti öðrum og hvorum um sig er úthlutað litaðar skífur til að skjóta í holurnar. Við hvert skot er svartri skífu stillt upp á línu þess leikmanns og er hún notuð til að slá skífur þess leikmanns ofan í holurnar við hinn enda borðsins. Ég veit um eitt svona borð en að því er ekki greiður aðgangur auk þess sem það er bólgið og skælt sökum margra ára raka. Það bætir að vísu nýrri vídd í leikinn að þurfa að hugsa um hallann í hverju skoti, eins og þegar á að setja pútt í golfi en ég vil samt byrja á að smíða slétt borð.



tack tack

--leitandi Drekafluga--

QI 4x07:
Stephen Fry - "What is the similarity between herring and teenage boys?"
Dara O'Briain - "They're both a delicacy in Norway."

Engin ummæli: