1/6 grafískur hönnuður
Í lokaprófið áttum við að koma með blýant og skæri. Við fengum 1stk A4 160g glanspappír, áttum að gera verk úr honum, teikna mynd með verkinu og skrifa texta. Þetta er það sem ég gerði.
(van)Helgun
Árið 2002 stóð ungur maður agndofa inni í rjóðri í frumskógi í norðurhluta Guatemala. Hann var staddur í Tikal og átti eftir að vera snortinn yfir því sem hann sá þennan dag ævilangt. Fyrir framan hann og allt í kring risu tilkomumiklir pýramídar, hver öðrum voldugri. Ungi maðurinn stóð og horfði og horfði og horfði. Stuttu síðar hafði ísköld og óþægileg tilfinning gripið hann. Hann hafði gengið inn í einn pýramídann og fyllst hryllingi þegar hann sá að á hverjum einasta fleti var búið að klóra og rispa veggina. Ferðamenn hvaðanæfa að úr heiminum höfðu komið þangað og þeir höfðu ekki fengið sömu tilfinningu og ungi maðurinn. Í stað þess að fyllast lotningu fannst þeim rétt að láta þá sem á eftir þeim kæmu vita að þeir hefðu verið þarna líka. Mjúkur kalksteinninn lét auðveldlega undan ágangi fólksins og eftir stóð ljótasta form veggjakrots á ómetanlegum veggjum. Og ungi maðurinn sá hvað þeir voru viðkvæmir. Eins og pappír...
tack tack
--Drekafluga, búinn í skólanum--
Í lokaprófið áttum við að koma með blýant og skæri. Við fengum 1stk A4 160g glanspappír, áttum að gera verk úr honum, teikna mynd með verkinu og skrifa texta. Þetta er það sem ég gerði.
(van)Helgun
Árið 2002 stóð ungur maður agndofa inni í rjóðri í frumskógi í norðurhluta Guatemala. Hann var staddur í Tikal og átti eftir að vera snortinn yfir því sem hann sá þennan dag ævilangt. Fyrir framan hann og allt í kring risu tilkomumiklir pýramídar, hver öðrum voldugri. Ungi maðurinn stóð og horfði og horfði og horfði. Stuttu síðar hafði ísköld og óþægileg tilfinning gripið hann. Hann hafði gengið inn í einn pýramídann og fyllst hryllingi þegar hann sá að á hverjum einasta fleti var búið að klóra og rispa veggina. Ferðamenn hvaðanæfa að úr heiminum höfðu komið þangað og þeir höfðu ekki fengið sömu tilfinningu og ungi maðurinn. Í stað þess að fyllast lotningu fannst þeim rétt að láta þá sem á eftir þeim kæmu vita að þeir hefðu verið þarna líka. Mjúkur kalksteinninn lét auðveldlega undan ágangi fólksins og eftir stóð ljótasta form veggjakrots á ómetanlegum veggjum. Og ungi maðurinn sá hvað þeir voru viðkvæmir. Eins og pappír...
tack tack
--Drekafluga, búinn í skólanum--
Engin ummæli:
Skrifa ummæli