Ég hef mikið að gera og hef valið að eyða nettíma mínum frekar inni á t.d. Deviant Art heldur en að þvinga fram færslu hér. Þetta gengur þó varla mikið lengur svona. Því mun ég skrifa hér nokkrar hugleiðingar frá því um daginn (ég hef ekki andann til að hugleiða eitthvað nýtt og ferskt).
Heilræði Gumma:
1. Klæðið ykkur vel. Sama þó þið ætlið ekkert að vera úti, gerið það samt.
2. Hafið alltaf, alltaf felgulykil í bílnum.
3. Þegar loft hefur sigið úr dekki á bílnum ykkar og þið uppgötvið að þið eruð ekki með felgulykil, ekki hlaupa í ofboði heim til að geta borðað matinn sem bíður ykkar þar, náð í verkfæri og komið til baka, allt í hádegishléinu svo þið mætið ekki of seint.
4. Það er í lagi að mæta of seint, sérstaklega þegar heilsa ykkar er að veði.
5. Ekki skammast ykkar fyrir að liggja hóstandi og með höfuðverk heima. Þið voruð bara þetta vitlaus og urðuð síðan veik.
tack tack
--Drekafluga sem veiktist um daginn--
Engin ummæli:
Skrifa ummæli