föstudagur, 31. desember 2004

Síðasta færsla 2004

Ég fór á leikrit í gær. Martröð á Jólanótt. Þrælgott bara, þrátt fyrir hnökra og er ég auðvitað sérlega stoltur af Haraldi, sem fer með aðalhlutverkið. Þið sem hafið aðgang að Mogganum getið séð mynd af honum þar í blaðinu frá því í gær. Haraldur kynnti mig einmitt fyrir hljómsveitinni Boards of Canada (náið t.d. í lagið Sixtyten og þið munuð skilja. Ég ætla að fjárfesta í diski frá þeim) og er ég nú að hlusta á hana í nýju Sennheiser heyrnartólunum mínum (ég á yndislega gjafmilda kærustu). Ég gæti talað um ævintýri aðfangadagskvöldsins þar sem varð rafmagnslaust vegna línu sem fór í sundur inni á Búrfellssöndum og við pabbi eyddum góðum tíma í kuldagöllum, dragandi í gang freðna traktora til að koma vararafstöðinni að (því við búum jú svo vel í sveitinni) en ég ætla ekki nánar út í það. Nenni því ómögulega. En gleðilegt nýtt ár og takk fyrir 2004.

tack tack

--Drekafluga, zlæææd--

föstudagur, 24. desember 2004

Gleðileg jól

tack tack

--Drekafluga jólabarn--

mánudagur, 20. desember 2004

There's always someone worse off than you!

Áður en ég sofna á kvöldin hef ég stundum lesið í einni af mínum uppáhaldsbókum. The Book of Losers eftir Ben Wicks. Hann hefur safnað saman sögum af lúserum hvaðanæva að úr heiminum og gaf þær út í þessari bók. Ég ætla að sýna ykkur nokkur dæmi um þetta sérstaka fólk.

Úr kaflanum Losers In Love
Antonio Laina of Naples, Italy, awoke one morning to find his wife removing his nost with a pair of scissors. “She was jealous,” explained Antonio to the hospital surgeons who stitched his nose back onto his face.

Úr kaflanum Women Have More to Lose Than Men
I am engaged to a wonderful man, but lately he has been very moody and is always hitting me. He says it is nothing to what I shall get after marriage, and must get used to being kept under control. Please advise me; I want to marry him, but don’t know how to handle the situation.

I am twenty-nine and single; I neither dring nor smoke. I do not seem to be able to overcome the sex impulse. Is this due to catarrh, and will a diet of vegetables and salads help to abate it?

Women in Ugley, England have changed the name of their community organization name from Ugley Women’s Institute to the Women’s Institute (Ugley Division).

Úr kaflanum Sport
A Brazilian was fishing on the banks of Rio Negro when his line became snagged in a tree. As he tried to free it, a swarm of wild bees flew out of the tree and attacked him. The man escaped by running into the river, where he was eaten by a school of piranha.

Úr kaflanum Some Losers Have A Medical Problem
George Schwenk of Los Angeles was treated for five days at a local medical centre for an eye infection and then received a bill for $317 – for the delivery of a baby. “Please correct this error,” Schwenk wrote plaintively, “or at least send me my baby.”

A London physician was once heard to say, “We operated just in time. Another two days and he would have recovered without us.”

A British schoolboy was unable to remove a vase that had become stuck on his head, and was subsequently rushed to the hospital in a city bus. In order to normalize his appearance in front of the other passengers, tha boy’s mother placed his school cap on top of the vase.

Og svo, úr kaflanum Loser’s Jobs
One hour after beginning a new job which involved moving a pile of bricks from the top of a two-storey house to the ground, a construction worker in Peterborough, Ontario, suffered an accident which hospitalized him. He was instructed by his employer to fill out an accident report. It read: “Thinking I could save time, I rigged a beam with a pulley at the top of the house, and a rope leading to the ground. I tied an empty barrel on one end of the rope, pulled it to the top of the house, and then fastened the other end of the rope to a tree. Going up to the top of the house, I filled the barrel with bricks. Then I went down and unfastened the rope to let the barrel down. Unfortunately, the barrel of bricks was now heavier than I, and before I kew what whas happening, the barrel jerked me up in the air. I hung on to the rope, and halfway up I met the barrel coming down, receiving a severe blow on the left shoulder. I then continued on up to the top, banging my head on the beam and jamming my fingers in the pulley. When the barrel hit the ground, the bottom burst, spilling the bricks. As I was now heavier than the barrel, I started down at high speed. Halfway down, I met the barrel coming up, receiving several cuts and then contusions from the sharp edges of the bricks. At this point, I must have become confused, because I let go of the rope. The barrel came down, striking me on the head, and I woke up in the hospital. I respectfully request sick leave.”

tack tack

--Drekafluga, með engri ábyrgð á innsláttarvillum--

fimmtudagur, 16. desember 2004

Ancient

Never before have I experienced life as a fossil. Let me tell you the brief story. I went to the Kvennó Christmas ball last night. It was my version of Fear and Loathing in Las Vegas. The colour, the music, the distorted vision was all similar to when Raoul and Gonzo first went into the Las Vegas hotel. The only real difference was that I was not intoxicated on cocaine and ether and the lizards were replaced with masses of teenagers barely out of their early childhood. I was a dinosaur and because of this had an odd time. Gunnþóra and Anna Vala were my sole consolation. I think this will be the last Kvennó ball I will ever attend (assuming I don't start a successful band or become a DJ).

In other and entirely unrelated news some rancid little git on Háteigsvegur now owns the moderately affordable car of my dreams (and here is another picture, and another) and I am a bit vexed. But I'm finally on vacation now so I won't get stuck on it. To say that I am on vacation does not mean that I'm all relaxed and groovy. I'm still swamped and now the [swamp..?] calls. Off to make and buy Christmas presents.

tack tack

--Drekafluga the Sandy Claws--

sunnudagur, 12. desember 2004

Engra orða er þörf!



Nema kannski þessara: Eddie Izzard, Chris Rock, Dave Chapelle og Jack Black. Ég sé fram á skemmtilegt ár.

tack tack

--Drekafluga, með bros á vör--

laugardagur, 11. desember 2004

Fallegt, ha?

Keypt í Sjónvarpsmiðstöðinni



Og nú eigum við Gunnþóra það. Ef ég á mynd inni á tölvunni eru allar líkur á að ég geti spilað hana í þessu. Kvikindið les allt. Bjútífúl. Ég þurfti líka að taka á öllu sem ég átti til að kaupa ekki The Return of the King: Extended Edition. En það er listasögupróf á mánudaginn. Mánudagskvöldið verður samt skemmtilegt. Hingadróttinsmaraþon á næstunni.


tack tack

--Drekafluga tækjafrík--

P.S. Skólinn minn brann næstum því í nótt. Ég kom þar hvergi nærri.

miðvikudagur, 8. desember 2004

Comic


Þetta er bara krass stúdía af mér og Hirti. En eins og Gunnþóra benti réttilega á gæti allavega efsta myndin (og samsvarandi texti) verið af mér og Stan Lee. Ég virðist ófær um að þróa minn eigin stíl í myndasögum. =/ Hef heldur engan tíma til þess fyrr en (vonandi) í jólafríinu. Og það er allt of langt þangað til.




tack tack

--Drekafluga teiknandi andi--

mánudagur, 6. desember 2004

Je suis un artiste

Sagt er að teikningar einhvers líkist teiknaranum. Ég held að þetta
eigi ekki nema að hluta til við um mig. Hinsvegar var ég í leirmótun
í dag og endaði með eigin líkamsmynd í höndunum í stað módelsins.
Ég hélt eiginlega á sjálfum mér og fannst það svalt.
Nokkuð athyglivert bara.

tack tack

--Drekafluga Clayman--

PS. Gunnar Hansson leikari á eins síma og ég og notar sömu hringingu og ég þegar mamma eða pabbi hringja í mig.

föstudagur, 3. desember 2004

Að vera kúl í strætó

Ég sat í fullum strætónum og beið þess að koma heim. Ég var í mínum heimi en samt meðvitaður um umhverfið, skemmtileg blanda. Birtan að utan varð sérstök í gegnum grábrúnabrúna slikjuna á gluggunum. Ég skrifaði artí athugasemdir í bók á milli þess sem ég rúllaði pennanum um fingurna. Á Hverfisgötu steig inn stórgerð kona, á að giska 25 ára gömul. Hún var óörugg, hafði greinilega ekki ferðast mikið, ef nokkuð, með strætó og þekkti borgina líka illa. Útundan mér sá ég að hún stóð óörugg og tilbaka þegar hún spurði bílstjórann út í eitthvað sem ég var of langt í burtu til að heyra. En ég heyrði nóg til að vita hvaða stoppistöð hann átti við. Konan settist svo á móti mér, óróleg og fiktaði í símanum sínum. Ég hélt áfram að skrifa. Hún kipptist við þegar hún hélt að vagninn mundi halda áfram Rauðarárstíg. Ég leit upp, á hana og sagði "Þú ferð út á þarnæstu." Hún horfði á mig með undrun en sagði ekki neitt. Fór svo út á þarnæstu stoppistöð með feginssvip þegar hún sá Kennaraskólann og gekk í áttina að honum. Strætóinn tók aftur af stað og mér leið frekar kúl.

tack tack

--Drekafluga með örlitlar brosviprur--

miðvikudagur, 1. desember 2004

WANTED

Lýst er eftir eftirfarandi hlutum: Húfunni sem ég er með hér til hliðar, peysunni sem ég er í hér fyrir neðan og hleðslutæki á Sony Ericsson síma. Tvennt af þessu er mér annt um og það þriðja er mér nauðsynlegt. Og ég veit ekki um neinn þessara hluta. Ef einhver hefur rekist á þá (og þá sérstaklega peysuna, það er langt síðan hún hvarf) er viðkomandi beðinn að hafa samband við upplýsingafulltrúa minn, Momo-san.


...

Annars er ekkert í fréttum.

tack tack

--Drekafluga, húfulaus, peysulaus og með dautt batterý--