sunnudagur, 28. nóvember 2004

Sharp like an edge of a samurai sword

the metal blade cut through flesh and bone. Samurai Champloo eru æðislegir þættir. Og það er fullt af þeim á Valhöll. Þar er fullt af mörgu. Ég er þessa stundina að sækja 7 skemmtilegar skrár á hraðanum 14, 38, 20, 23. 19, 16 og 40 kb/s. Þetta er gullfallegt. Ljúft jafnvel. En yfir í allt annað. Sá einhver Noises Off í gærkvöldi? Kvikmyndin sú var gerð eftir leikritinu Allir á svið og skartar t.d. Christopher Reeve og Sir Michael Caine. Þetta er algjör snilld og ég dauðsé eftir að hafa ekki farið á sýninguna. Þetta hefur orðið til þess að ég hef ákveðið að fara meira í leikhús. Það er skömm af því hversu lítið ég fer, sérstaklega þegar tekið er tillit til þess hversu ótrúlega gaman mér finnst í leikhúsi. Svo þar hafiði það. Ég er að verða meiri alhliða listaspíra og finnst það frrrábært. En nú ætla ég að slaka á eftir búslóðarflutinga mína annars vegar og svo systur minnar og mágs hins vegar. Rosalegur gangur á þessu.

"..some days, some nights
some live some die
in the way of the samurai

some fight some bleed
sun up to sun down
the sons of a battlecry.."

tack tack

--afslöppuð Drekafluga--

Gunnþóra biður að heilsa.

miðvikudagur, 24. nóvember 2004

Múkki

Ég hef stundum velt því fyir mér hvað múkki sé. Í gærkvöldi og alla nótt ældi ég nefnilega eins og múkki. Náði mest hálftíma - þriggja kortera svefni í einu. En hvernig veit ég að ég ældi eins og múkki þegar ég veit ekki hvað múkki er? Þetta er bara tilfinning. Það er ekki svo langt síðan ég var veikur en ég ældi ekki þá. Og ég hóstaði heldur ekki blóði. Já, blóði. Innyflin hefðu lógískt séð átt að fylgja á eftir en ég slapp við það. Ennþá allavega. En getur einhver bent mér á eitthvað sem hægt er að borða þegar maður getur varla borðað? Ég hef komist að því að það er gott að drekka vatnsblandaðan eplasafa en get varla borðað neitt. Ég hef ekki efni á því að veslast upp. Og ég veit að þetta er agalega skrifað en mér er slétt sama. Ég er veikur og því löglega afsakaður.

tack tack

--Drekafluga sem líður ekkert rosalega vel--

laugardagur, 20. nóvember 2004

40 mínútur

Er sá tími sem tekur mann að ganga frá Ellefunni að Fellsmúla 6. Ég er enn með ímynd sultardropans á nefi mér og blóð mitt er ennþá kristallað. Það var kalt í gærkvöldi. Ég hitti samt gamla T og söng næstum því í kareoke. Ansi gott kvöld. En í dag er merkisdagur. Vill einhver geta af hverju? Nei? Ok, í dag er eitt ár síðan þessi síða varð til. Ég hef nú, með mismiklu millibili, skrifað á netið í eitt ár og eru færslurnar orðnar 169. Sæmilegt það bara. Svo er líka gaman að því að heimsóknirnar eru orðnar yfir 20.000 og þó að fyrstu tvær vikurnar hafi verið án teljara þá held ég það geri ekki svo mikið til.

Í ótengdum fréttum þá er Doom III ekkert svo spes leikur. Nú þegar ég er búinn með... slatta, þá er hann ekki nema ágætur. Ég er ekki viss um að ég nenni að klára hann. Ég gef honum 7 - 7,5 það sem af er. Hljóðið er það sem heppnast hvað best og ég væri til í að samnýta það kerfi við Besta Leik Sem Gerðan Hefur Verið. Já, Half Life 2 er það góður. Ég þarf ekki að hugsa mig um tvisvar. "...Play it, savour it, enjoy it. Games may never get this good again." (PC Zone) Öðru hvoru fæ ég hljóðbögg en kenni kortinu frekar um það en leiknum. Hlakka til þegar ég hef efni á nýju móðurborði með e-u góðu innbyggðu. En nóg af því. Ég er farinn að pakka bókum.

tack tack

--Drekafluga skrifari--

miðvikudagur, 17. nóvember 2004

2 - 5 gráðu frost

Og djöfull er mér andskoti kalt á eyrunum. Kinnarnar eru eins og hlaup, nýkomið út úr frysti og mér finnst eins og það myndist sprungur í þær þegar ég reyni að tala. Já, ég gekk heim úr skólanum. Ég var nefnilega að safna myndum fyrir mamá (mömmu) í Guatemala og gekk hreint út um allt með myndavélina í stirðnuðum fingrum. Húfan sem amma prjónaði á mig er falleg en ég er búinn að komast að því að hún er ekkert svo hlý. Akríl og polyester er inn um þessar mundir. Höfuð mitt (og reyndar allt sem stóð útundan skóm, snjóbuxum of frakka... semsagt hendur) er svo kalt að ég er með snjólög á heilanum. Snjókorn falla, white christmas. Ef ég hefði náð því fyrir frostsprungnum æðum í kinnum hefði ég raulað "Úti er alltaf að snjóa, því komið er að jólunum og kólna fer í Pólunum. En sussum og sussum og róa, ekki gráta elskan mín, þó þig vanti vítamín..." Þeir sem til þekkja vita að þetta er frekar hratt lag og því ógjörningur að syngja það þegar við á. Hinsvegar finnst mér skítt, svona af því ég datt út í þetta, að ég finn hvergi... Yes!! Ég fann hann og er að downloada honum. Sleðasöngurinn með Brooklyn 5. Þetta er að verða nokkuð gott bara. Endilega komið með tillögur að fleiri góðum lögum sem gætu yljað manni um eyrnarætur yfir næsta mánuðinn eða svo.

tack tack

--Drekafluga snjókall--

mánudagur, 15. nóvember 2004

Mér þætti vænt um að þú talaðir ekki við mig. Ég er að hugleiða.

Fallegur vetrardagur í fimm stiga frosti. Ég tók strætó niður á Lækjartorg og vildi að ég hefði verið með Sennheiser draumaheyrnartólin yfir eyrunum. Í staðinn söng ég í huganum. Ég var búinn að týna heyrnartólunum af mp3 spilaranum og lokuðu Pioneer heyrnartólin sungu sitt síðasta í handbremsuslysi í traktor í sumar. Frá Lækjartorgi gekk ég yfir á Listasafnið, fór upp á efri hæðina, inn í innri salina og skoðaði myndir eftir Erró. Skráði niður, í myndum og bleki, allt það sem flaug í gegn um huga mér og fór svo út. Kíkti inn í Eymundsson en aldrei þessu vant var ekkert þar að skoða. Ég gekk að Lækjartorgi og beið eftir næsta strætó upp á Hlemm. Vegna veðurfars ákvað ég að bíða úti. Maður í brúnum leðurjakka var að reykja og horfði undarlega á mig. Það var eitthvað undarlegt við þennan mann Þegar strætóinn kom fylltist hann af fólki og þessi maður settist við hlið mér. Á móts við Regnbogann sneri hann sér að mér og ætlaði að segja eitthvað en ég svaraði með því sem ég var búinn að ákveða að yrði titillinn á frásögninni (ef hann yrti á mig, sem hann og gerði). Á Hlemmi fór ég út og gekk hröðum skrefum upp Snorrabrautina. Maðurinn elti mig. Ojæja, hugsaði ég, hann er stærri en ég og áræðanlega sterkari en ég gæti samt tekið hann. Ég lét sem ég sæi hann ekki. Þegar ég var hálfnaður upp götuna mætti ég skólasystur minni og við töluðum saman. Maðurinn, sem virtist kunna illa við margmenni (tveggja manna) beygði yfir götuna og hvarf í átt að Þingholtunum. Ég andaði léttar og tveimur mínútum seinna var ég kominn í Litaland. Með glænýja olíuliti í Guatemalaullarpokanum hélt ég út að strætóskýli og var kominn upp í Kringlu áður en ég vissi af. Þetta var í fyrsta skipti sem ég hafði farið inn í Kringluna síðan jólaskrautið var sett upp. Þarna inni tók ég ákvörðun. Ég ætla að fjölfalda ferilskrá og sækja um vinnu út um allt. Svolítið skrýtið ef maður hugsar til þess að ég hef engan feril. Kann allt í sveitinni (sem er reyndar alveg óheyrilegur hellingur ef maður hugsar út í það) en það er til lítils gagns í bænum. Þetta verður án efa efni í comic. Takk fyrir mig.

Gummi Valur Drekafluga - Ferilskrá:

15 ár í sveitavinnu
Ein helgi í söluturni
Ein nótt við vörutalningu í 10-11
Nokkrir dagar við flokkun og talningu í Sjóvá.

tack tack

--Drekafluga, Firefox rúlar, ég er búinn að henda explorer. Spread the word--

þriðjudagur, 9. nóvember 2004

Gleði helgarinnar

Ég fór á óperutónleika með Vörðukórnum á föstudaginn. Þeir voru haldnir á Selfossi og ég, ásamt Ingibjörgu og Gunnþóru, skemmti mér bara ansi vel. Laugardagurinn var rólegur framan af en kvöldið var svo, með orðum Búdrýginda, partýveislufjör. Fyrirpartý með gamla bekknum á Snorrabraut þar sem María rústaði mér í Singstar (sem er einhvert mesta flopp út frá góðri hugmynd sem ég hef séð) og svo Króatíureunion á Gauknum. Myndir þaðan eru að týnast inn á netið hér og þar. Ég get áræðanlega linkað á eitthvað innan tíðar. En á Gauknum var megastemmning. Ágæt lög framan af kvöldi, Dragostea din tei og 2 Unlimited og Wiseguys lög. Fór svo út í ball með Í svörtum fötum og þeir stóðu sig ágætlega. Það vildi hinsvegar til að þeir staðir sem ég valdi mér á dansgólfinu lágu yfir hraðbrautina á vegakerfinu sem myndast alltaf á svona stöðum. Allir sem hafa dansað á skemmtistöðum ættu að vita hvað ég á við hérna. Maður er að reyna að vinna upp gott grúv en það virðist sem allir aðrir sjái gönguleið þar sem maður stendur. Svo ef maður ætlar að fá sér að drekka og skilur við þennan blett á gólfinu sem er orðinn manni svo kær koma einhverjir dansóðir vinir eða vinkonur og hrifsa mann aftur á dansgólfið, koma sér fyrir ásamt manni sjálfum en aftur lendir maður óhjákvæmilega á þeim stað sem allir sjá sér ástæðu til að ganga um. (Maður skyldi ekki nota orðið maður oftar en maður þarf)

Ég var líka búinn að gleyma hversu auðvelt það er að höstla. Ef ég væri ekki frátekinn og ástfanginn væri ég líklega meira á djamminu (sem er orð sem mér finnst alltaf frekar ansalegt að nota. Djamm...). Þegar ég var svona 13 – 14 ára var ég dauðhræddur um að eiga aldrei eftir að geta svo mikið sem horft á stelpu án þess að fá illt augnaráð til baka. Og núna hef ég ekkert við þetta að gera. Svolítið skrýtið en fullkomlega ásættanlegt að mínu mati. Á laugardagskvöldið komst ég líka að því að vinir eru það besta í heimi og þarf engu við það að bæta. Kvöldið endaði svo á því að ég fór heim og í sturtu (and oh how I needed it) og gekk síðan yfir til Gunnþóru. Það er alveg magnað hversu smooth röddin verður eftir að hafa verið misnotuð heilt kvöld. Já, ég söng í sturtunni. Hélt svo áfram að syngja þar til ég kom að Stóragerði. Stoppaði fyrir utan, kláraði síðasta erindið og fór svo inn. Góður endir á góður kvöldi.

tékkið á þessu

tack tack

--Drekafluga partýdýr--

fimmtudagur, 4. nóvember 2004

60 million Americans

This is for you. I didn't even bother to make it more than a sketch. You're not worth it.



...

--Drekafluga, disappointed--