föstudagur, 30. janúar 2009

Kreppan er samt ekki byrjuð

Fyrir krísuna kostaði Cintiq 12WX 65.000 krónur. Nú kostar það 114.000 krónur.
Fyrir krísuna kostaði Cintiq 21UX 130.000 krónur. Nú kostar það 229.000 krónur. Við þetta ætti svo eftir að bæta við tollum og sendingarkostnaði. Fyrir krísuna átti ég ekki pening og hefði ekki getað keypt svona teikniborð. Nú á ég pening og gæti skrapað saman fyrir svona löguðu en þó ekki nema á gamla verðinu. Þetta fer agalega í taugarnar á mér.

tack tack

--Drekafluga teiknari--

P.S. Hahaha, ég var að taka eftir því að linkurinn á Álverin hans Sigmundar í síðustu færslu vísuðu á Wolverine trailerinn. Þetta var ekki viljandi myndlíking heldur mistök. Takk fyrir að láta mig vita, fólk.

mánudagur, 19. janúar 2009

Ok,

Sigmundur vill tvö ný álver

Virkjum villt, galið og óhindrað, skellum upp tveimur álverum í viðbót en síðan, SÍÐAN, má náttúran fá að njóta vafans. Kannski. Mér finnst það loðið. Djöfull. Og ég sem trúði því að maðurinn mundi færa sig og flokkinn lengra frá hægri, eins og hann sagðist vilja gera. Þetta ber þess engin merki. Stórframkvæmdagleði er ein ástæða þenslu síðustu ára og er maður enn með blóðbragð í munninum eftir þá útreið. Heimsmarkaðsverð á áli fer hríðlækkandi og þetta fer að líkjast því þegar íslendingar lögðu allt undir á síldina á sínum tíma. Nú finnst mér mega þenja í aðra átt. Efla smærri einingar og huga að fjölbreytni. Líka núna, meira en nokkru sinni áður, á að leggja meir upp úr ferðaþjónustu og túristaiðnaðinum. Ferðir til landsins eru víst þegar farnar að stóraukast en betur má ef duga skal.

tack tack

--Grrr, Drekafluga--
Þú

Og þú veist hver þú ert. Ef þú kíkir ennþá á þessa síðu, hafðu samband. Ekki verða ég. Við þoldum mig hvorugt. Ég vildi síður að við þoldum þig hvorugt.

Í öðrum fréttum, Wolverine Origins Trailer!!!

tack tack

--Drekafluga skilaboðaskjóða--

laugardagur, 17. janúar 2009

Windows 7!

Ég er kominn með löglega Beta útgáfu af nýjasta Windows stýrikerfinu og svoleiðis dauðlangar að setja það upp á tölvunni minni en bara tími því varla. Tölvan, með Win XP Pro, fínstilltu og sérhæfðu til að vera nákvæmlega eins og ég vil hafa það, er nákvæmlega eins og ég vil hafa hana. Svo er spurning hvort þetta sé líka eins og nettengingar;

"Nei nei, ég þarf ekki meiri hraða. Ég hef ekki kvartað hingað til og því ætti ég
aððwwwhhoah! Ómægod, þetta er snilld! Ég get ekki snúið aftur úr þessu!"

Samhæfni og allt slíkt á að vera mjög góð í Win7 en driverar og annað er auðvitað af skornum skammti ennþá. Þetta er líklega í fyrsta skipti sem mig virkilega langar að setja upp nýtt stýrikerfi þegar ég þarf þess ekki beinlínis. What to do, what to do...



tack tack

--Drekafluga tæknifrík--

miðvikudagur, 14. janúar 2009

Bzzzzzzzzzzzzzzz!

Ég fór til tannlæknis árið 2001. Svo liðu tæp átta ár þar til ég fór í næstu heimsóknir. 10.000kr borgaði ég fyrir aðra og 26.000kr kostaði hin, fyrir smávægilegar viðgerðir á þremur tönnum. Það kemur út á 4500 krónum á ári og mér finnst það bara hreint ekki slæmt. Nú er ég líka með vottun frá tannlækni um að vera með snyrtilegan munn.

tack tack

--Drekafluga, að fá fulla tilfinningu í munninn aftur--