Næsti skóladagur, 31. mars
Um helgina mun ég vonandi setja á netið myndir af verkum síðustu þriggja vikna í skólanum. Ein er hér að neðan. Ég hef verið í grafíkáfanga, semsagt gert koparristur og þrykkt á pappír, þess háttar dót. Sem lokaverk áfangans gerði ég myndasögu, fjóra ramma með talblöðrum og tilheyrandi, á koparplötur. Þegar ég ætlaði svo í gær að prenta heil ósköp af þessu, aðallega til að eiga fleiri en örfá eintök frá deginum áður og svo til að gefa, þá kom í ljós að plöturnar höfðu oxast um nóttina og voru orðnar blettóttar og ónothæfar. Ég held ég skipti ekki oft skapi en skólasystir mín spurði mig hvort ekki væri allt í lagi, hún fyndi bara hvernig gneistaði af mér. Bræðin rann svo smám saman af mér og þegar ég kom heim var ég orðinn svo niðurdreginn að mig langaði ekki einu sinni í beikon. Og beikon, kæru lesendur, er æði.
En áðan fékk ég ágætis umsögn frá kennaranum (sem er frá Finnlandi og virtur í þessu fagi um allan heim) svo ég vona að ég muni ekki fá fyrstu sjöuna í þessu námi. Ég er alveg búinn eftir vikuna. Ég veit ekki hvert orkan fór. En ég var að finna mér Sterkasti maður heims keppni að horfa á á netinu. Meira síðar.
Lag dagsins er Let me Think About It með Fedde le Grand (ft. Ida Corr)
tack tack
--Drekafluga, graphic--
Um helgina mun ég vonandi setja á netið myndir af verkum síðustu þriggja vikna í skólanum. Ein er hér að neðan. Ég hef verið í grafíkáfanga, semsagt gert koparristur og þrykkt á pappír, þess háttar dót. Sem lokaverk áfangans gerði ég myndasögu, fjóra ramma með talblöðrum og tilheyrandi, á koparplötur. Þegar ég ætlaði svo í gær að prenta heil ósköp af þessu, aðallega til að eiga fleiri en örfá eintök frá deginum áður og svo til að gefa, þá kom í ljós að plöturnar höfðu oxast um nóttina og voru orðnar blettóttar og ónothæfar. Ég held ég skipti ekki oft skapi en skólasystir mín spurði mig hvort ekki væri allt í lagi, hún fyndi bara hvernig gneistaði af mér. Bræðin rann svo smám saman af mér og þegar ég kom heim var ég orðinn svo niðurdreginn að mig langaði ekki einu sinni í beikon. Og beikon, kæru lesendur, er æði.
En áðan fékk ég ágætis umsögn frá kennaranum (sem er frá Finnlandi og virtur í þessu fagi um allan heim) svo ég vona að ég muni ekki fá fyrstu sjöuna í þessu námi. Ég er alveg búinn eftir vikuna. Ég veit ekki hvert orkan fór. En ég var að finna mér Sterkasti maður heims keppni að horfa á á netinu. Meira síðar.
Lag dagsins er Let me Think About It með Fedde le Grand (ft. Ida Corr)
tack tack
--Drekafluga, graphic--
Engin ummæli:
Skrifa ummæli