sunnudagur, 30. mars 2008

Ja svei...

Raunin varð reyndar sú að ég hef ekki verið með jafn niðurnegldan og skipulagðan tíma í langan tíma (hmm, þetta er skrýtið. ætti að endurorða en nenni því ekki. en ég nennti samt að skrifa nokkrar línur út frá því að ég nennti því ekki. svona er metnaðarleysið). Ég bið alla þá sem ég sá ekki (sem eru nokkurn veginn allir, fjölskyldan átti mestallan tímann sjáið til) afsökunnar. Sorrí. En við sjáumst þá þeim mun meira í sumar því þá mun ég búa í Reykjavík og moka inn seðlum í Pennanum í Hallarmúla.

tack tack

--Drekafluga, kominn norður en með suðrið í hjarta--

miðvikudagur, 19. mars 2008

Reykjavík!

Ég er kominn. Dagskrá mín er að miklu leyti opin og ég er einkar viðfeldinn náungi. Áhugasamir hafi samband.


©

tack tack

--Staff Sgt. Drekafluga--

föstudagur, 14. mars 2008

Næsti skóladagur, 31. mars

Um helgina mun ég vonandi setja á netið myndir af verkum síðustu þriggja vikna í skólanum. Ein er hér að neðan. Ég hef verið í grafíkáfanga, semsagt gert koparristur og þrykkt á pappír, þess háttar dót. Sem lokaverk áfangans gerði ég myndasögu, fjóra ramma með talblöðrum og tilheyrandi, á koparplötur. Þegar ég ætlaði svo í gær að prenta heil ósköp af þessu, aðallega til að eiga fleiri en örfá eintök frá deginum áður og svo til að gefa, þá kom í ljós að plöturnar höfðu oxast um nóttina og voru orðnar blettóttar og ónothæfar. Ég held ég skipti ekki oft skapi en skólasystir mín spurði mig hvort ekki væri allt í lagi, hún fyndi bara hvernig gneistaði af mér. Bræðin rann svo smám saman af mér og þegar ég kom heim var ég orðinn svo niðurdreginn að mig langaði ekki einu sinni í beikon. Og beikon, kæru lesendur, er æði.

En áðan fékk ég ágætis umsögn frá kennaranum (sem er frá Finnlandi og virtur í þessu fagi um allan heim) svo ég vona að ég muni ekki fá fyrstu sjöuna í þessu námi. Ég er alveg búinn eftir vikuna. Ég veit ekki hvert orkan fór. En ég var að finna mér Sterkasti maður heims keppni að horfa á á netinu. Meira síðar.



Lag dagsins er Let me Think About It með Fedde le Grand (ft. Ida Corr)

tack tack

--Drekafluga, graphic--

fimmtudagur, 6. mars 2008

E. Gary Gygax

Faðir spunaspilanna er látinn. Líf mitt væri ekki eins og það er án hans, það er alveg víst. Hvíl í friði.

tack tack

--Drekafluga, Línar, Gyrðir, Kail og allir hinir--

þriðjudagur, 4. mars 2008

Það eru 79 dagar

til 22. maí...!

tack tack

--Drekafluga Jones--

sunnudagur, 2. mars 2008

Hah!

Samkvæmt þessu ætti ég, ef ég eyddi ekki tilteknum tíma í að murka lífið úr geimverum, skrímslum eða nasistum, að grípa mér vopn í hönd og fá sömu útrás í raunveruleikanum. Sjáið þið það ekki fyrir ykkur? "Þeir sem stunda slíka leiki segja..." ...onei vinan, ekki nema þeir vitlausustu.

tack tack

--klárlega blóðþyrst Drekafluga?--