mánudagur, 26. nóvember 2007

Ok, sjáið þið þetta fyrir ykkur sem sjónvarpsauglýsingu?

Panorama skot yfir borg. Svo sést borgarlífið nánar, verkamenn að reisa byggingu, umræður á Alþingi, skrifstofuhæð í stórfyrirtæki, skot úr kennslustofu og fleira þess háttar en karlar eru hvergi sjáanlegir. Í stað þeirra eru konur í öllum stöðum og öllum störfum. Þetta er hrein og ómenguð kvennaveröld. Svo sjáum við dreymna konu, kannski milli tvítugs og þrítugs og það kemur í ljós að það sem á undan hefur farið eru hugarórar hennar, þeir fljóta ljóslifandi í loftinu fyrir ofan hana. Önnur kona gengur að henni og slær hana utan undir. Sú fyrri hrekkur við en sú síðari bendir ásakandi fingri að henni og segir: "Hættu þessu. Við erum ekki svona." ... -Femínistafélag Íslands-

Við erum nokkur í skólanum að reyna að koma með jákvæðari ímynd á feminista. Mér finnst þetta svolítið skemmtilegt. Hvað finnst ykkur?

tack tack

--Snap, Crackle, Drekafluga & Pop--

þriðjudagur, 20. nóvember 2007

Til hamingju SMÁÍS

Nú hefur Istorrent vefnum verið lokað. En hvað íbúum þessa hrjáða lands hlýtur að vera létt. Hvað sem öðru líður þá breytir þetta nákvæmlega engu. Það eina sem Smáís gerði var að missa alla yfirsýn á niðurhalinu því nú þegar eru allavega tvær síður risnar í stað Istorrent. Stjórnentur síðunnar buðust líka til að hafa hvers kyns hömlur á dreifingu efnis. Það eina sem höfundarrétthafar þurftu að gera var að senda þeim einn lítinn tölvupóst og biðja um að tekið verði fyrir innsendingar viðkomandi mynda / þátta / tónlistar. Á meðan sölukerfi og söluumhverfi mynd- og hljóðefnis vernduðu af höfundarréttarlögum helst í núverandi ástandi þá munu torrentsíður og annað slíkt halda góðu lífi. Ég gæti farið út í fáránleg rök og villandi tölfræði sem lögð eru til höfuðs frjálsu niðurhali en ég er of syfjaður. Kannski seinna.

tack tack

--Drekafluga, ennþá að ná í efni af netinu--

föstudagur, 9. nóvember 2007

...yes, Yes, YES!!

Joss Whedon snýr sér aftur að sjónvarpi! Það er reyndar sorglegt að hann er ekki að endurvekja Firefly, bestu þætti sem Fox hefur afskrifað (og þeir eru þó nokkrir) en hvað um það. Serenity tók líka fyrir endurkomu þeirra en það hefði mátt líta á hana sem "hvað ef" mynd. Svo mæli ég eindregið með þáttum sem kallast Reaper. Kevin Smith átti hlut í að koma þessum þáttum af stað og framleiddi, leikstýrði og lék cameo hlutverk í fyrsta þættinum. Trailerinn má sjá hér fyrir neðan:



tack tack

--Drekafluga, ánægður gott sjónvarp--

miðvikudagur, 7. nóvember 2007

Hmm... þetta er deyjandi síða

Ég hef mikið að gera og hef valið að eyða nettíma mínum frekar inni á t.d. Deviant Art heldur en að þvinga fram færslu hér. Þetta gengur þó varla mikið lengur svona. Því mun ég skrifa hér nokkrar hugleiðingar frá því um daginn (ég hef ekki andann til að hugleiða eitthvað nýtt og ferskt).

Heilræði Gumma:
1. Klæðið ykkur vel. Sama þó þið ætlið ekkert að vera úti, gerið það samt.
2. Hafið alltaf, alltaf felgulykil í bílnum.
3. Þegar loft hefur sigið úr dekki á bílnum ykkar og þið uppgötvið að þið eruð ekki með felgulykil, ekki hlaupa í ofboði heim til að geta borðað matinn sem bíður ykkar þar, náð í verkfæri og komið til baka, allt í hádegishléinu svo þið mætið ekki of seint.
4. Það er í lagi að mæta of seint, sérstaklega þegar heilsa ykkar er að veði.
5. Ekki skammast ykkar fyrir að liggja hóstandi og með höfuðverk heima. Þið voruð bara þetta vitlaus og urðuð síðan veik.

tack tack

--Drekafluga sem veiktist um daginn--