föstudagur, 21. september 2007

A Right Little Vector Beastie!

Ég er að læra á Illustrator í skólanum og finnst það bara ansi skemmtilegt forrit. Freehand er leiðinlegast í heimi við hliðina á því, en bæði eru þetta vector forrit. Ólíkt Painter og Photoshop þá er ekki dregin upp mynd í fastri punktastærð. Ég opna t.d. Photoshop og byrja nýja mynd í 1280x1024 punktum. Allt sem ég geri á þetta svæði markast þá af þeirri upphafsstærð. Ég get minnkað myndina en aldrei stækkað hana umfram upphaflegu stærðina svo vel fari.

Í Illustrator opna ég hins vegar nýtt, autt vinnusvæði og þar, óháð raunstærð þess sem ég vinn í forritinu, get ég stækkað og minnkað myndina án mikilla takmarkanna. Allt sem ég vinn í þetta forrit eru heil svæði, búin til með stýripunktum. Hlutfallinu milli þessara punkta er hægt að margfalda eða deila, allt eftir því hvort verkið á að stækka eða minnka, án þess að verkið líði fyrir það því hlutirnir voru aldrei dregnir á fasta punkta, aðeins skalanlega stýripunkta. Hmm, ég kem þessu líklega ekkert vel frá mér. Hvað um það, kíkið á þetta til að sjá dæmi:



tack tack

--Drekafluga með hálsbólgu--

Engin ummæli: