föstudagur, 28. september 2007

Le Hrouws

Ég vildi taka smá tíma í að hrósa Símanum en ég veit ekki hvernig ég á að orða það svo færslan verði skemmtileg. Hlykkjóttur stígur það. Þannig er mál með vexti að ég er kominn með heimasíma. Í umslaginu með fyrsta símreikningnum fylgdi síðan snepill, hannaður með allt of mikilli gleði þar sem á stóð að út september væri ekker stofngjald á nýjum númerum hjá Símanum. Númerið okkar var stofnað þann 29. ágúst. Smekklegt að senda svona með fyrstu rukkun. Við höfðum samband við Símann og skýrðum frá þessu og okkur var sagt að þetta færi fyrir nefnd sem ákvæði örlög stofngjaldsins okkar. Hljómaði semsagt ekki svo jákvætt. En viti menn, þetta var svo gott sem samstundis fellt niður í einkabankanum og alúðlegur kvenmaður með þýða rödd staðfesti það svo í símtali tveimur dögum seinna. Þeir þurftu ekki að gera þetta en gerðu það samt og fyrir það er ég þakklátur. Hrós, hrós.

tack tack

--Drekafluga - 468-1211--

laugardagur, 22. september 2007



Teljarinn hérna til hliðar sýnir nú 50.002 og í tilefni af þessum áfanga set ég upp þetta hræðilega Illustrator fikt. Hver var númer 50.000?

Tékkið líka á þessu. Photoshop í gær:


tack tack

--ofskoðuð Drekafluga--

föstudagur, 21. september 2007

Iiiiiinú!

Er ekki verið að grínast í manni með svarta gaurinn í Survivor?! Nú er nóg komið. Ég er farinn að lyfta. Á einhver kreatín handa mér?

tack tack

--væskilsleg Drekafluga--

P.S. Ég fékk svakalega hellu í dag sem er líklega til komin af því að það er helgi og ég er ekki á leiðinni yfir einhverjar heiðar. Líkaminn er orðinn innstilltur á þetta.
A Right Little Vector Beastie!

Ég er að læra á Illustrator í skólanum og finnst það bara ansi skemmtilegt forrit. Freehand er leiðinlegast í heimi við hliðina á því, en bæði eru þetta vector forrit. Ólíkt Painter og Photoshop þá er ekki dregin upp mynd í fastri punktastærð. Ég opna t.d. Photoshop og byrja nýja mynd í 1280x1024 punktum. Allt sem ég geri á þetta svæði markast þá af þeirri upphafsstærð. Ég get minnkað myndina en aldrei stækkað hana umfram upphaflegu stærðina svo vel fari.

Í Illustrator opna ég hins vegar nýtt, autt vinnusvæði og þar, óháð raunstærð þess sem ég vinn í forritinu, get ég stækkað og minnkað myndina án mikilla takmarkanna. Allt sem ég vinn í þetta forrit eru heil svæði, búin til með stýripunktum. Hlutfallinu milli þessara punkta er hægt að margfalda eða deila, allt eftir því hvort verkið á að stækka eða minnka, án þess að verkið líði fyrir það því hlutirnir voru aldrei dregnir á fasta punkta, aðeins skalanlega stýripunkta. Hmm, ég kem þessu líklega ekkert vel frá mér. Hvað um það, kíkið á þetta til að sjá dæmi:



tack tack

--Drekafluga með hálsbólgu--

fimmtudagur, 13. september 2007

Computers

Apple computers are far from being the best in the world despite the zeal of devoted followers, nor are they the worst. Apple look the best, they may even feel the best, although it is my experience that in order for them to do that, some PC derived programs and a PC derived mouse with at least, for Bob's sake, two buttons have to enter the equation. And that, for me, ruins the Apple image a bit. It corrodes and compromises the base pillars of the platform on which Apple stands. It lounges there, proud, sleek, so white and gleaming looking over at the PC platform which is overflowing with mismatched bits and parts, all making a hideous cacophony of electric sounds. Some fall over the edges and into nothingness, soon to be forgotten.

Some, who have successfully avoided falling to their deaths come over to Apple's side and even though Apple really should come up with equivalent counterparts of it's own, it lets them play. So, the overall look and feel of, say, an iMac G5 with a matching white buttoned, clear frame keyboard is effortlessly and efficiently destroyed by the black and silver Logitech mouse sitting besides them, all because Apple stubbornly refuses to believe that in order for a consumer to get the most out of a computer, he needs not only what looks good but also what's practical. The improvements Apple is making on this area seem to be few and far between.

And so, Apple's pristine platform, rising next to PC's weird one, is slowly getting ridden with peripherals that stand out from the white and sleek look. Like mice that, to Apple's astonishment, take into consideration that one of the reasons humans have gotten where they are is because of the opposable thumb. These mice, therefore, are shaped to fit the average hand and are even tailormade for different shapes and sizes, lest the hands that hold them be sacrificed on the altar of carpal tunnel. It's these things that, for some people, make the choice between a PC and a Mac an easy one and people steam into the heap of PC's and their abundant extra bits. But if you know what to look for you can strike gold so bright, so shining, gleaming and elegantly designed that Macs will never know what hit them.

Textinn er á ensku því ég setti þetta líka inn á DeviantArt.

tack tack

--Drekafluga wrote this on an iMac G5--

þriðjudagur, 4. september 2007

Mmmmmmhhhhhhh

Sweet, blessed internet. Ég er búinn að komast að því að af fimm símadósum í íbúðinni okkar, hér í Sunnuhlíð 21E, 603 Akureyri (endilega sendið okkur bréf svo við fáum fleira en ruslpóst og Fréttablaðið í póstkassann) er ein sem virkar. Hinar virðast vera mjög sérvitur ákvörðun um veggskreytingar. En einni 10m símasnúru og tveimur borgötum seinna er routerinn kominn á sinn stað. Þráðlausa netið var komið í gær en ég gat ekki beintengt borðtölvuna. Hægt var að njóta þess á tölvunni hennar Gunnþóru en tölvan mín er enn ókominn. Ég bíð spenntur eftir að hún berist mér því þá verður gleði í kotinu. Ég mun nú leyfa ykkur að njóta frekari snilldar frá Flight of the Conchords. Gleði, gleði.

Frodo, Dont Wear the Ring


Prince of Parties


tack tack

--Drekafluga, beintengdur við umheiminn--