Ég á enn eftir að ákveða hvenær og hversu reglulega ég set inn nýjar myndasögur en sú nýjasta sem eins og hinar eru byggðar á raunverulegum atburðum er komin á DeviantArt. Ég geri þó ráð fyrir hléi á næstunni þar sem við Gunnþóra erum að fara til Spánar á miðvikudaginn og ætlum að haga okkur eins og alvöru túristar. Ég skal hundur heita ef ég kem ekki heim með einhvern óþarfa, kyrfilega merktan Costa del Sol, eftir mig eftir vatnsgarða, minigolf og safari ferðir.
tack tack
--Drekafluga, hægt vaxandi myndasögusmiður--
Engin ummæli:
Skrifa ummæli