þriðjudagur, 24. apríl 2007

Dang it!


Ég skaut mig í fótinn í síðustu færslu. Í hvert skipti sem ég lít á síðuna fæ ég lagið á heilann. Þess vegna verð ég að skrifa eitthvað nýtt hérna svo síðasta færsla gangi hratt niður síðuna og hverfi að lokum. Ég get til að mynda talað um þessar elskur en eins og sjá má eru þetta ofursætir kettlingar. Þeir eru uppi í hesthúsi fyrir austan og eru hver öðrum fallegri. Ég fer austur um næstu helgi. Langar einhvern með? ;)

Og að lokum, skemmtilegt quote sem ég rakst á í gær. "Those who think they know everything are annoying to those of us who do"

tack tack

--Drekafluga fyrir dýrin--

Engin ummæli: