fimmtudagur, 30. mars 2006

Tudo bem

Klukkan er nú 14:17 thann 30. mars og ég var búinn ad gleyma hversu pirrandi thad er, til ad byrja med, ad hafa enga íslenska stafi eda thá ad their eru bara nokkrir og allir á vitlausum stodum á lyklabordinu. Fyrir fimm dogum settumst vid Gunnthóra upp í flugvél Iceland Express i sundurtaettri Leifstod og forum til London. Sidan thá hofum vid tekid tvaer adrar vélar og í hvert skipti sem ég sest upp i slikar koma Billy Connolly, Eddie Izzard og George Carlin upp í hugann, algjorlega af sjálfsdádum. "Care for a top-up?" "I dont want top-up! I want bloody stays-up!" "In the highly unlikely event of complete engine failure on all four engines, were probably going to the ground like a fucking dart." "And another phrase, near-miss. What is that, really? Thats a near fucking hit! Two planes barely avoided crashing into one another!" Ég hló svo og flissadi, eins og eg geri alltaf i flugtokum, og fannst lifid yndislegt.

Ég dýrka London. Í alvoru. Thad er svo margt thar sem ég fíla ad ég veit ekki hvar ég á ad byrja. T.d. thegar vid Gunnthóra gengum upp á gotu á Paddington, eftir einfalda ferd i Undergroundinu, thá var thad í fyrsta skipti sem vid komum út undir bert loft sídan vid gengum inn í Leifsstod. Thvilik yndisleg snilld. Vid gengum svo á hótelid, svona 350 metra, skrádum okkur inn og fórum út ad borda á Ask, hinum megin vid hornid. Daginn eftir fórum vid í Camden, audvitad, og keyptum okkur baedi peysur og Gunnthóra húfu og vettlinga líka, thvi vid hofdum eiginlega engin hlý fot medferdis. Ég stódst mátid ad kaupa adra sem var eins og honnud eftir íslenska fánanum. Ofga flott. Vid Gunnthóra erum ad spá í innflutningi á merkjum eins og Nature Line og Seven Wishes thví thad mundi pottþétt seljast og vid aettum alltaf flott fot. Um kvoldid forum vid i Soho og á Oxford og Regent Street og keyptum okkur Guess Who og Monopoly í ferdaútgáfum á nokkur pund í Hamleys. Thrátt fyrir mikla leit var ekkert Mastermind í ferdaútgáfu í thessum gotum en thad fannst fyrir rest á Heathrow, en thangad forum vid daginn eftir med blessada Undergroundinu. Ég verd ad segja ad sem althjódaflugvollur er Heathrow frekar slappur. Fannst ekki mikid til hans koma. Thar fékk ég samt í fyrsta skipti alvoru fidring yfir ad vera ad fara til Brasilíu thví audvitad vorum vid umkringd Brasilíubúum á bidsvaedinu vid flugvélina. Konurnar fyrir aftan okkur toludu adallega um hveiti og kosningar. Einu flugi sídar eftir svefnlitla og óthaegilega nott í risavaxinni ofurthotu komst ég ad thví ad Heathrow er frábaer midad vid flugvollinn í São Paulo. Thess má geta ad São Paulo er staersta borg sem ég hef séd úr lofti en hún teygdi sig ad sjóndeildarhringnum thegar vid vorum ad lenda. Í flugvélinni var fótbolti á skjánum langleidina og á hverjum einasta skjá á flugvellinum sem ekki sýndi komu- eda brottfarartíma var líka fótbolti. Vid lentum í myrkri, vel fyrir klukkan sex en eftir ad hafa loks komist í gegn um vegabréfsskodun var sólin komin langt á loft. Gunnthóra skalf og titradi af spenningi og vissi varla hvernig hún átti ad snúa sér en flestar minningarnar sem helltust yfir hana snérust held ég um mat, enda er ég bara rétt byrjadur ad smakka Brasilíska thjódarrétti.

Vid flugum svo til Goiânia og thar stadfesti eg grun minn; Almenningsklósett í Brasilíu virdast oll vera thannig honnud ad hálfs metra bil sé á milli gólfs annars vegar og hurdar og veggja hins vegar svo madur geti orugglega paelt i skostaerd nagranna sins. Fosturfjolskylda Gunnthoru nadi svo i okkur a vellinum og for med okkur heim. Nú, eftir nokkra daga, hef eg komist ad ýmsu skemmtilegu og odru sérstoku. Fjolskyldan er aedi og hundurinn snidugur. Thetta er dasch hundur sem heitir Izaura. Ég teiknadi mynd af henni og gaf foreldrunum hana og hef thad eftir áraedanlegum heimildum ad ég hafi nú unnid thau á mitt band. Hundurinn fílar mig líka og eltir mig. Svo finnst mér bílaeign í Goiânia alveg merkileg. Mis-skínandi ál- og krómfelgur virdast vera svo gott sem hverjum manni naudsynlegar og neon maelabord líka. Akstursmátinn er líka verdugt rannsóknarefni en bílar rykkjast og fléttast hver um annan, thad eru kannski thrír ad stunda thennan ballet á somu akrein og millimetrar milli bílanna en svo á gatnamótum og hringtorgum negla allir nidur og bída ad eilífu eftir ad komast orugglega klakklaus inná, thrátt fyrir fleiri, fleiri taekifaeri. Svo fer thad bara eftir hverjum og einum hvort stoppad sé vid rautt ljós. Bílategundir eru svo af skornum skammti. Thad eru thrjár tegundir í gangi svo talandi sé um; Volkswagen, Fiat og Opel, haganlega dulbúinn sem Chevrolet. Merkinu á ollum Opel bifreidunum, sem eg giska a ad se milli 30 og 40% af ollum bilum i borginni hefur verid skipt ut fyrir Chevrolet merki med hring utan um. Líklega innflutningsatridi en mér finnst thetta samt sérstakt. Adrar bílategundir (Ford, Renault og Citroên) eru svo svona 15% af heildinni. Svo, eins og gefur ad skilja eru hér ófá mótorhjól og eru nánast ófrávíkjanlega af gerdinni Honda, en thó einstoku Yamaha. Klaednadur a hjolunum er yfirleitt stuttermabolur, stuttbuxur og sandalar og mér finnst thad bara fjandi toff. En ég er farinn í sólina. Tchau.

muito obrigado

--Drekafluga og fidrildi--

laugardagur, 25. mars 2006

0!

Við gætum ekki beðið um fallegri dag til að kveðja Ísland. Ég er strax farinn að hlakka til að koma í sísumarið með birtu allann sólarhringinn. En í kvöld sofum við Gunnþóra í London. Sjáumst í júní.



Sólarlag einhvers staðar í Costa Rica

tack tack

--Drekafluga. Catch you on the flipside--

föstudagur, 24. mars 2006

1



London Underground

tack tack

--Drekafluga--

fimmtudagur, 23. mars 2006

2

Spennan magnast. Hálsbólgan stendur í stað. Fjárhagur minnkar. Ja bitte nú.



Goiania, Brasilíu

tack tack

--Drekafluga--

miðvikudagur, 22. mars 2006

3

dagar og ég get varla kyngt, er hálf máttlaus, sérstaklega í fótunum og verkjar í hársvrörðinn. Things are not looking pretty (nema Gunnþóra. Hún er ofsa pretty). En þetta bjargast allt saman. Chin up.



Punta Leona, Costa Rica

tack tack

--Drekafluga--

þriðjudagur, 21. mars 2006

4

Ég er með veirusýkingu. Ég hata veirusýkingar.



Tikal, Guatemala

tack tack

--Drekafluga--

mánudagur, 20. mars 2006

5

Ég er enn veikur. Það er ókúl. Gunnþóra er líka veik. Hún er samt kúl.



San Francisco, Bandaríkjunum

tack tack

--Drekafluga--

sunnudagur, 19. mars 2006

6



Los Cayes, Belize

tack tack

--Drekafluga--

laugardagur, 18. mars 2006

7

Ein vika. Snootchie Bootchies!



Salvador, Brasilíu

tack tack

--Drekafluga--

föstudagur, 17. mars 2006

8

dagar. Síðan klukkan 3 í nótt hef ég ælt 9 sinnum. Og það er bara frekar skítt verð ég að segja. Volgt vatn, kók við stofuhita, bananar og smá ristað brauð hefur haldið mér með rænu. Ég nenni ekki að finna nýja mynd. Ætla að reyna að sofna.

tack tack

--Drekafluga--

fimmtudagur, 16. mars 2006

9



Montréal, Canada

tack tack

--Drekafluga--

miðvikudagur, 15. mars 2006

10

. . .dagar í brottför. Og ég er veikur heima. Ég vona heitt og innilega að þessi heilsuveila hverfi á meðan á ferðalaginu stendur. Hægt og hægt er ég að taka saman hluti sem ég þyrfti að hugsa um fyrir ferðina og hægt og hægt rennur það upp fyrir mér hvað ég á eftir að gera mikið. Mmm-hah. . .



Miami, Bandaríkjunum

tack tack

--Drekafluga--

þriðjudagur, 14. mars 2006

11



New York, Bandaríkjunum

tack tack

--Drekafluga--

mánudagur, 13. mars 2006

12



Vancouver, Canada

tack tack

--Drekafluga--

sunnudagur, 12. mars 2006

13



Kyrrahafsströndin, Costa Rica

tack tack

--Drekafluga--

laugardagur, 11. mars 2006

14



Semuc Champey, Guatemala

tack tack

--Drekafluga--

föstudagur, 10. mars 2006

15



Fortaleza, Brasilíu

tack tack

--Drekafluga--

sunnudagur, 5. mars 2006

Next blog>>

Hérna efst til hægri á síðunni er linkur á "Næsta blogg" en vefrit Blogger eru samt ekki í neinni sérstakri röð. Ég smellti t.d. á þetta og fékk þessa síðu upp (aðvörun, gróft efni). Það var milt truflandi að hugsa þessa síðu við hlið minnar en samt meira bara nett fyndið. Það minnti mig svo aftur á aðra síðu sæmilega opins þunglyndissjúklings (aðvörun, alvarlega skrýtið efni). Fékk mig til að velta fyrir mér tilgangi vefrita. Og af hverju ég væri yfirleitt að skrifa. Sérstaklega núna þar sem ég er með sýkingu í auga og þykir óþægilegt að horfa á svo gott sem hvað sem er, þar með talið ritunargluggann á Blogger. Það gerir veiki minni ekki gott að vera haldinn bílaþráhyggju. Síðustu tvær vikur eða svo hef ég verið gagntekinn af flottum bílum. Lesist, bílum sem mér finnst flottir. Ég hef nefnilega komist að því að smekkur minn á bílum er líklega sérvitur, ef svo má komast að orði. Ég fíla öðruvísi. Bílar með wänkel vélar, töff smábílar og öðruvísi sportbílar eru oftar en ekki það sem mér finnst girnilegast. Einmitt núna er þessi snilld frá Citroën í uppáhaldi hjá mér. Hann er svo svalur að ég veit ekki hvernig ég á að haga mér. Pínulítill með 110 hp vél og flipagírkassa. Flipagírkassa! Það er engin kúpling! Við stýrið eru flipar sem skipta um gíra. Það er svooooo svalt. Ég mundi segja að hönnunin væri "to die for" en þá væri ekki hægt að njóta hennar. Og 110 hestafla vél í svona léttum bíl? Það er sultusmooth. Mig langar í þennan bíl. Ég vona svooooo að hann verði framleiddur. Þetta er nefnilega ennþá bara concept bíll. =/ Ég hugsaði svo aftur um af hverju ég væri yfirleitt að skrifa. Og ég veit ekki enn af hverju En stundum er það bara gaman.

tack tack

--Drekafluga, vrooommm--