sunnudagur, 26. febrúar 2006

Nákvæmlega svona

Í gær fór ég heim í sveitina. Veðrið var æðislegt og áður en ég fór skrifaði ég smekkfullan disk af Nelly Furtado til að hafa með mér. Á leiðinni austur komst ég að því af hverju ég setti allar þessar græjur í bílinn. Það var til að líða nákvæmlega svona, í góðu skapi, í góðu veðri með góða tónlist stillta mátulega hátt til að ég gæti sungið hástöfum með af einskærri kátínu og varla heyrt í sjálfum mér. Hátalarnir fjórir, bassaboxið og ég kepptum hvert við annað og mér leið eins ég ég væri á leið í strandpartý. Á leiðinni til baka núna í kvöld léku norðurljósin við stjörnurnar á meðan Nelly vinkona söng fyrir mig. Og lífið var fallegt. Eftir minna en mánuð leggjum við Gunnþóra af stað út. Og lífið er fallegt.

Mamma á afmæli á morgun. Til hamingju mamma. =)

tack tack

--Drekafluga--

laugardagur, 18. febrúar 2006

Icky sense tingling

Því fylgir megn ónotatilfinning að vera á vinnustað þar sem hlutir koma hvaðanæfa að úr heiminum, opna pappakassa og sjá í gegn um silfraða þræði erlenda könguló sitja í einu horninu. Það er líka óþægilegt að týna þessari sömu könguló. Ég hélt út í smá stund en fékk svo hroll, fór úr peysunni og dustaði ímyndaðar pöddur af bol og buxum. Afar óþægilegt. Ég er hræddur um að köngulær verði með fyrstu viðfangsefnum nýju teiknipennanna minna. Kannski ég hundskist til að teikna eitthvað á næstunni.

Svo hafa einhverjir snillingar á Rás 2 tekið gild atkvæði um Silvíu Nótt sem kynþokkafyllstu konu landsins. Að leyfa val á tilbúninni persónu er nógu vitlaust út af fyrir sig en þegar konan sem leikur þessa persónu er í fjórða sæti í sömu kosningu er eitthvað mikið að. En þar sem þetta er greinilega hægt ætla ég að velja Íþróttaálfinn sem kynþokkafyllsta karlmann landsins um leið og ég hef færi á því.

tack tack

--Spiderfluga--

fimmtudagur, 2. febrúar 2006

192.168.1.12

Vitið þið hvað þetta er? Þetta eru galdratölur sem ég fékk ekki fram fyrr en the God of Stuff hjálpaði mér að tjónka við cmd. Ég þurfti ip töluna til að setja upp nýtt port á routernum svo ég gæti notað það á DC en DC hefur legið óvirkt síðan rafmagninu sló út fyrir um mánuði síðan. En ég get nú gerst sjóræningi aftur. Ooh-tah.
Anda inn.
Svo hef ég verið að pæla í reykingum undanfarið. Ég var nýlega spurður hvort mér þættu reykingar vera mannréttindi. Ég sagði nei. Svo hugsaði ég málið og sagði það aftur. Nei. Áðan fór ég á Kebab húsið til að kaupa kvöldmat handa Gunnþóru. Þar er reykt. Og mér leið ekki vel þar inni. Í morgun var ég í mötuneytinu í Nýherja að fá mér mjólk. Tveir menn komu inn úr reykingapásu, þeim ósanngjarna munaði og ég hætti að anda í gegn um nefið og hálfsveið í augun undan fnyknum. Ég get nefnt fullt af svona dæmum. Það mætti sjálfsagt segja það sama um svitalykt eða eitthvað álíka en svitalykt er ekki dánarorsök fimmta hvers einstaklings á Íslandi. Fólk hefur spurt mig hvernig ég geti haft svona afstöðu fyrst ég hafi ekki einu sinni tekið smók. Ég spyr það á móti hvort því þætti gæti ekki þótt notalegt að fá hníf rekinn í kviðinn. Það hafi jú ekki reynt það ennþá. Á sama hátt get ég t.d. fullyrt að Hitler var snargeðveikur. Reykingafólk fer í taugarnar á mér. Meir að segja líka þegar það er ekki að reykja. Þá fer það bara ekki jafn mikið í taugarnar á mér og ekki af sömu ástæðum. Í stað þess að reyna að finna ferskara loft til að anda að mér, og það eru til rannsóknir sem styðja að loft geri fólki gott, þá velti ég fyrir mér hvernig nokkur geti verið svona heimskur. Ég er ekki að segja að þeir sem reykja séu heimskir, bara þegar þeir reykja. Viturt fólk hefur gert afar heimskulega hluti. Það ætti bara ekki að endurtaka þá aftur og aftur. Og sérstaklega ekki þegar ég er nálægt. Endilega drepið ykkur en ég vil ekki vera með. Ég vil heldur ekki kafna í ólyktinni af ykkur. Ég vil ekki sjá ykkur hrörna. Ég vil ekki tárast af reyknum frá ykkur. Það er minn réttur. Samt held ég að ég sé frekar líbó náungi þegar ég er í hópi vina og einhver tekur upp sígarettu. Spes.
Og anda út.

tack tack

--Drekafluga the pertinacious--