mánudagur, 30. mars 2009

Nerd Bird 30.03.09

Ég hef ákveðið, af því ég er í þannig skapi, að vera hér öðru hvoru með hjálpsamlegar tölvuupplýsingar. Þetta er fyrsta slíka færslan en tíðni og eftirfylgni þeirra sem á eftir fylgja verður bara að koma í ljós. Þessi fyrsta færsla verður tileinkuð hjálpartækjum internetsins.

Þegar þú finnur YouTube video sem þér líkar og vildir eiga á tölvunni, bættu þá pwn á milli "www." og "youtube..." í vefslóðinni. Þá færðu upp síðu þar sem þú getur náð í myndbandið í Flash (.flv) eða MP4 formi. MP4 er bara í boði ef myndbandið er til í HD.
Á Pwnyoutube síðunni er svo hægt að ná í FLV spilara en ég mæli líka með Free VLV to AVI Converter til að breyta myndbandinu í auðspilanlegra avi form.

Talandi um YouTube, þá er Better YouTube Firefox viðbótin vel þess virði að kíkja á. Þetta er ágætt í bili. Ég er svangur og ætla að fara að grilla en mun tala betur um Firefox viðbætur næst. Þess má geta að ég er kominn með nafn á olíufélagið: OZ.


tack tack

--Drekafluga Wingeek--

P.S. Yfir 60.000 heimsóknir. Vúhú!

mánudagur, 23. mars 2009

Olíufélagið... Snjólfur?

"Fundist hefur auðug olíuauðlind á Drekasvæðinu og vinnsla hafin með öllu tilheyrandi. Í ljós kemur að áhugi landans og erlendra ferðamanna er slíkur að stjórnvöld verða að bregðast við. Því er ákveðið að koma á fót upplýsingamiðstöð um olíuvinnsluna á Seyðisfirði.

Þú ert hönnuður sem kemur að verkinu og þarft sem slíkur að hanna kynningarefni fyrir upplýsingamiðstöðina."

Ég er byrjaður í lokaverkefninu. Mig vantar nafn á félagið. Eitthvað royal eða tengt drekum þar sem þetta er á Drekasvæðinu. Datt í hug DP - Dragon Petroleum - svona svipað og BP er British Petroleum því það er ágætt að eiga við dp sem logo. Hins vegar hefur dp aðrar merkingar. Klámolíufyrirtæki er ekki ímynd sem ég er að sækjast eftir. Svo, smá hjálp væri vel þegin. Ef ykkur dettur eitthvað, hvað sem er í hug, endilega smellið því í comment. Merkið að neðan er fimm mínútna uppsláttur og tæplega lokaútgáfa heldur frekar hugmynd.



tack tack

--Drekafluga Petrolhead (...Petrolhead? Ekki svo slæmt...)--

föstudagur, 6. mars 2009

Cha, cha, cha, cha, changes

Var ekki löngu kominn tími á litayfirhalningu? Ég held það. Er farinn að sofa. Nenni því samt ekki. Langar að teikna. En ég ætti að sofa. En ég ætti samt að teikna. Það er svo gaman að teikna í stuði. En ég held ég fari að sofa.

tack tack

--Drekafluga svaf nefnilega í þrjá tíma í dag--