þriðjudagur, 30. september 2008

Lyktarminni er vanmetið

Þegar ég var hálfnaður leiðina að bílnum með bónuspoka í hvorri hönd og nýju heyrnartólin á höfðinu stöðvaði ég skyndilega í miðju skrefi og var staddur í Cobán, Guatemala rétt fyrir sólarupprás að bíða eftir rútu. Fyrir framan mig stendur smávaxin kona með djúpar hrukkur í andlitinu, umvafin grófum en litríkum klæðum. Skíman úr ljósastaurunum láta hana virðast eldri og meira framandi. Kuldinn og rakinn gera móðu úr andardrætti hennar og hárið ber þess merki að hafa ekki skolast af öðru en rigningu í langan tíma. Hún er að grilla stóra maísstöngla á litlum vagni. Lítur upp til mín og brosir.
'Má bjóða þér að kaupa, ungi litli?' Hún er nánast tannlaus og talandinn eftir því.
'Nei takk, ég er saddur.'
Brosið dofnar lítið eitt en hverfur ekki. Hún býður ferðafélögum mínum og þeir kaupa. Skömmu seinna röltum við að þarnæsta götuhorni þar sem rútan til Lanquín mun stoppa. Russ lítur á mig. 'You still got your big-ass knife, mate?' Auðvitað, svara ég og hann hlær. Rútan kemur, við setjumst inn og ég anda að mér lyktinni af fullkomlega brenndum maísstönglum án þess að hafa hugmynd um að ég mundi draga að mér andann sex árum síðar og upplifa þennan morgun upp á nýtt.

Ekki alveg eins, en þó ekki fjarri

tack tack

--Drekafluga ferðast í huganum--

þriðjudagur, 16. september 2008

Réttir!









tack tack

--Drekafluga--

föstudagur, 5. september 2008

I wants it!



...en það er víst svo margt annað sem kemur á undan.

tack tack

--Drekafluga Romeo--