Hlustandi á The Living End - Prisoner of Society. Gott, gott. Ég tók strætó áðan og er það held ég í fyrsta skipti sem ég ferðast með slíku tæki eftir síðustu skipulagsbreytingar S. S af því að það er það sem stendur á logoinu. Þegar það stóð SVR þá talaði fólk um SVR. Því tala ég nú um S. Það sem ég tók eftir þegar ég skoðaði nýju leiðirnar var að S hafa ekki lagað það sem alla tíð hefur farið mest í taugarnar á mér við strætó. Þú ert staddur á punkti A og þarft að fara til B. Þú skoðar kortið og sérð að þú getur valið úr tveimur, jafnvel þremur leiðum. Þá tekurðu eftir því að þó að hver leið komi við á 20 mínútna fresti þá koma allar þessar þrjár leiðir á svo gott sem sömu mínútunni.
Mér fannst þetta svo undarlegt lögmál að ég ákvað, með sultardropann láréttann út frá nefinu á mér í rokinu og hlaupahjólið frosið við höndina á mér, að skoða þetta nánar. Strætóarnir sem ég átti völ á kæmu hvort eð er ekki fyrr en eftir nokkra stund, báðir skráðir á sömu mínútu. Ég þóttist vera annars staðar, valdi mér stað á kortinu og ákvað síðan að fara þaðan þvert yfir bæinn á annan ímyndaðan punkt. Lögmálið brást ekki, leiðirnar tvær sem til greina komu fóru með tveggja mínútna millibili. Ég prófaði aðra staði og þar munaði þó fjórum mínútum. En þetta minnti mig á hvað strætókerfið fór stundum í taugarnar á mér. Mikið djefull eru þeir fleppaðir hjá S.
Mér fannst þetta svo undarlegt lögmál að ég ákvað, með sultardropann láréttann út frá nefinu á mér í rokinu og hlaupahjólið frosið við höndina á mér, að skoða þetta nánar. Strætóarnir sem ég átti völ á kæmu hvort eð er ekki fyrr en eftir nokkra stund, báðir skráðir á sömu mínútu. Ég þóttist vera annars staðar, valdi mér stað á kortinu og ákvað síðan að fara þaðan þvert yfir bæinn á annan ímyndaðan punkt. Lögmálið brást ekki, leiðirnar tvær sem til greina komu fóru með tveggja mínútna millibili. Ég prófaði aðra staði og þar munaði þó fjórum mínútum. En þetta minnti mig á hvað strætókerfið fór stundum í taugarnar á mér. Mikið djefull eru þeir fleppaðir hjá S.
tack tack
-- veðurbarin Drekafluga--