miðvikudagur, 28. febrúar 2007

Kuldi í kinnum

Hlustandi á The Living End - Prisoner of Society. Gott, gott. Ég tók strætó áðan og er það held ég í fyrsta skipti sem ég ferðast með slíku tæki eftir síðustu skipulagsbreytingar S. S af því að það er það sem stendur á logoinu. Þegar það stóð SVR þá talaði fólk um SVR. Því tala ég nú um S. Það sem ég tók eftir þegar ég skoðaði nýju leiðirnar var að S hafa ekki lagað það sem alla tíð hefur farið mest í taugarnar á mér við strætó. Þú ert staddur á punkti A og þarft að fara til B. Þú skoðar kortið og sérð að þú getur valið úr tveimur, jafnvel þremur leiðum. Þá tekurðu eftir því að þó að hver leið komi við á 20 mínútna fresti þá koma allar þessar þrjár leiðir á svo gott sem sömu mínútunni.

Mér fannst þetta svo undarlegt lögmál að ég ákvað, með sultardropann láréttann út frá nefinu á mér í rokinu og hlaupahjólið frosið við höndina á mér, að skoða þetta nánar. Strætóarnir sem ég átti völ á kæmu hvort eð er ekki fyrr en eftir nokkra stund, báðir skráðir á sömu mínútu. Ég þóttist vera annars staðar, valdi mér stað á kortinu og ákvað síðan að fara þaðan þvert yfir bæinn á annan ímyndaðan punkt. Lögmálið brást ekki, leiðirnar tvær sem til greina komu fóru með tveggja mínútna millibili. Ég prófaði aðra staði og þar munaði þó fjórum mínútum. En þetta minnti mig á hvað strætókerfið fór stundum í taugarnar á mér. Mikið djefull eru þeir fleppaðir hjá S.

tack tack

-- veðurbarin Drekafluga--

föstudagur, 23. febrúar 2007

Ekkert ógeðslegt öfuguggalið hingað takk! ...?

Ég hefði kannski ekki átt að gera þetta en ég gerði það samt. Hér er bréf sem ég sendi til burtrekna klámfólksins.

Dear sirs and madams

I can hardly begin to describe how ashamed I am of my fellow countrymen regarding your now cancelled trip to my overly proud country. I can only offer my humble apologies as an Icelander and hope that you will have a great time wherever you decide to go instead. Uber feminists, poorly informed politicians and people who should just know better have declared this a victory for human rights and although I can see their point, I think it is your right to go to whichever country you please to have a good time.

Looking at some of the pictures from your trip last year it can be deducted that shooting similar pictures here in Iceland would get you lawfully arrested. I think that is the only purely logical point your opposers here can cling to. Other than that, Icelandic authorities should have no business preventing anyone with a clean criminal record to come and enjoy what our country has to offer.

Respectfully,

A sad Icelander

Ég er fullviss um að miklu meiri perrar og öfuguggar hafi lagt leið sína hingað bæði for- og eftirmálalaust en af því þetta barst í fréttir tók mannréttindalandið Ísland sig til og sýndi heiminum hversu hrein og falleg þjóð við erum. Frekar mundum við drekkja okkur í einhverju virkjunarlóni en að vita af svona fólki að ferðast til landsins truflunarlaust.

Það sem fer mest í mig er hvað það er veikur grundvöllur fyrir þessu öllu. Þetta var að því er virtist nokkuð hefðbundin skemmtiferð erlends hóps til Íslands; Bláa lónið, Gullfoss, Geysir, vélsleðaferð og næturlífið í Reykjavík. Ekkert bendir til annars en að þau klámfyrirtæki sem að þessu koma séu fullkomlega lögleg, hvert í sínu landi og þeir sem bendluðu þessa aðila við barnaklám og þrælahald mega leggja fram gögn máli sínu til stuðnings. Miðað við þrönga dagsrá hópsins má líka telja afar ólíklegt að klám kæmi við sögu í dvöl þeirra hér á landi. Stórkostlegur sigur borgarstjórn, Alþingi og allir hinir. Við sýndum heiminum að það skal sko enginn koma hingað nema vera virkur kirkjukórsmeðlimur, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum eða amish. Jibbí.

tack tack

--Drekafluga, farinn--