Ég mundi hlusta á þig." Þetta var sagt við mig í gærkvöldi. Ég er víst með þannig rödd. Ég get vart lýst því hvað mér þótti vænt um þetta. Pabbi gerir grín að röddinni minni en hann er bassi svo það er bara eins og það á að vera. Hann stríðir mér á öllu öðru líka svo það er ekkert til að kippa sér upp við. En ég held ég þreytist afskaplega seint á því að taka hrósi. Sem leiðir mig að öðru atviki: "Þú ert betri en flestir sem hafa byrjað hérna." Það sem stúlkan átti við var að ég væri færari á fyrstu æfingu en flestir sem hún hafði séð. Þessu trúði ég hins vegar ekki en það var samt gott að heyra þar sem ég fékk svona velkominn-tilfinningu.
Áðurnefnd æfing var á fimmtudaginn síðasta, í bílastæðakjallaranum undir Firðinum. Ég og Ísleifur mættum þangað, blautir bak við eyrun en fórum heim reynslunni ríkari og áfjáðir í að mæta aftur. Þarna heldur Rimmugýgur æfingar og þangað fórum við til að læra að berjast eins og víkingar. Ísleifur var flengdur af einum af fimm bestu skylmingamönnum í heiminum á meðan ég laut ítrekað í lægra haldi fyrir dóttur hans sem hefur æft í tvo mánuði. En ég skemmti mér allan tímann. Og ég hlakka til að mæta á næstu æfingu. Hver veit nema þið getið svo séð mig á næstu víkingahátíð. Hoorah!
Áðurnefnd æfing var á fimmtudaginn síðasta, í bílastæðakjallaranum undir Firðinum. Ég og Ísleifur mættum þangað, blautir bak við eyrun en fórum heim reynslunni ríkari og áfjáðir í að mæta aftur. Þarna heldur Rimmugýgur æfingar og þangað fórum við til að læra að berjast eins og víkingar. Ísleifur var flengdur af einum af fimm bestu skylmingamönnum í heiminum á meðan ég laut ítrekað í lægra haldi fyrir dóttur hans sem hefur æft í tvo mánuði. En ég skemmti mér allan tímann. Og ég hlakka til að mæta á næstu æfingu. Hver veit nema þið getið svo séð mig á næstu víkingahátíð. Hoorah!
tack tack
--Drekafluga, verðandi víkingur--