þriðjudagur, 25. júlí 2006

Rauntímafærsla

Ég mæli með því við hvern sem er að fara inn á shooby.com og heyra Shooby Taylor syngja lög á borð við Softly and Tenderly og Stout Hearted Men.

tack tack

--Drekafluga í vinnunni--

fimmtudagur, 20. júlí 2006

Sápufærsla

Frá 30 desember 2003

Jæja, þegar ég talaði í gær um gæði bloggs út frá veðurlýsingum má segja að ég hafi ýkt. Stuttu eftir að ég skrifaði þetta var komið logn, tær himinn og 30 - 70cm snjór lá grafkyrr yfir öllu. Það var ekkert með það, við Haukur og Einar settum upp hlífar og skildi, klæddum okkur í galla og stukkum út. Einar var rétt á undan mér og henti sér niður, rúllaði hálfhring og snjóbolti flaug með ótrúlegri nákvæmni í áttina til mín. Ég sveigði mig aftur og boltinn small á dyrunum fyrir ofan mig. Ég reisti mig við og rétt hafði nægan tíma til að skutla mér yfir annan bolta, renndi mér yfir húddið á bílnum við hliðina og bjóst til varnar. Skothríð dundi úr báðum áttum. Sviti blandaðist snjódrífunni á höfði manns og lak svo niður andlitið. Haukur steig út. Leikurinn breyttist. Enginn hreyfði sig á meðan hver og einn mat stöðuna. Snögg handarhreyfing og bardaginn geisaði áfram, stigmagnaðist...

Og svo framvegis. Það var kannski ekki alveg svona mikil dramatík en þetta bara hljómar betur svona. Svo óðum við inn í risaskafl og grófum tvö snjóhús og göng á milli þeirra, gerðum snjókarl eða öllu heldur snjódjöful þar sem hann var með horn og illkvittnislegt glott og fórum í Capture the Flag sem er nokkuð sem ég hef aldrei áður prófað í snjó (eða utan tölvu ef út í það er farið). Þegar langt var liðið á kvöld fórum við inn og klæddum okkur örmagna í önnur föt.

Í morgun var snjóvinnan öðruvísi. Haukur ruddi brekkuna svo hún yrði fær og gekk það nokkuð vel þó hún væri ekki nema þungfær eftirá. Ég gerði lítið annað en að veita honum andlegan stuðning en eftir þetta var haldið til Reykjavíkur. Þar sem ég er ekki að skrifa þetta fastur í snjóskafli uppi á heiði má réttilega draga þá ályktun að við höfum komist áfallalaust í bæinn. Þessi dagur og sá í gær eru á góðri leið með að vera gullfallegir. Hugsið ykkur ef veðrið verður svona annað kvöld. Það væri yndælt, ha? En svo ég skrifi ekki allt of mikið enda ég þetta á því að ég var að komast að svolitlu um Hringinn minn. Hann er úr 24 karata gulli. Þessu komst ég að í dag. Ég sagði ykkur að þetta væri fallegur dagur. Hann er alltaf að batna. Ég er jafnvel að spá í að fara á The Return of the King aftur í kvöld. Ef tími og miðakaup leyfa, þ.e.a.s.

tack tack

--önnum kafin Drekafluga--

þriðjudagur, 18. júlí 2006

Oldies

Þar til ég hef meiri tíma til að setja eitthvað hérna á síðuna hef ég ákveðið að setja inn gamlar færslur öðru hvoru. Svona það sem mér finnst hafa verið skemmtilegt og þess háttar. Eftirfarandi er síðan 21. nóvember 2003:

Hokay. Me and my friend, known as the Viking Bastard (being the bastard child of a Viking I presume), are both nerds. One must accept this as a fact. It's ineffable. It cannot be effed. Anyway, being such nerds we were wondering (as opposed to wandering which is entirely too energy consuming): How did computers get so immensely stuck in beige. What's up with that?

Board meeting:
"Well guys. We've got this co-puter thing now and apparently it's going to be used in offices. Got any ideas on how to brigthen the average office-worker's day?"
"I-"
"Shut up Dave. Anyone else?"
"How about the color beige?"
"By George I think he's got it! (ten points to the one who sees the film refference in that line)"

And this was in the 80's! Nothing was beige in the 80's! To quote the Viking Bastard: "..should've been pink or some weird shade of purple.." Hell yes! Why didn't that ever catch on!?! Always with the Star Trek grey. That's an actual shade of grey you know, the Star Trek one. Replied thus by VB: "I know, imagine my surprise when I planned to paint my room and ran into it. I asked the store clerk about it and he said: "Starrrek? Isn't that made out of coconuts?" It was then I thought would be a dandy time to laugh myself silly. Anyway: Miserable twits. It wasn't until IBM came along with the black concept, only I felt they never took it all the way. I mean, a black computer. Why not a black interface and / or message windows. Wouldn't this be wicked? "The program be fucked up. Now click 'OK' before I freeze this shit up, mutha****a."

Bah, enough for now. I consider this quite amusing. And maybe, just maybe in the not so distant future, I will keep mainly to writing in Icelandic.

tack tack

--nostalgísk Drekafluga--